17.9.2008 | 18:28
Tómlegt en friðsælt
Alexander fór í ferðalagt að Reykjum á mánudaginn með skólanum og það er búinn að vera heilmikill friður á þessu heimili síðan. Ekki misskilja mig ég drullu sakna hans en það eru engir strákar til að rífast núna. En Andri og Helena geta alveg hækkað róminn við hvert annað en langt frá því eins mikið og Alexander og Andri þegar þeir eru saman.
Auðvitað var keypt pizza í fyrradag að óskum Andra og er hann búinn að sofa í rúminu hans Alexanders síðan hann fór. Andri saknar hans mjög mikið enda er Alexander átrúnaðargoðið hans þó svo að hann sýni það aldrei. Æji þeir eru bara ekta bræður held ég, ég er viss um að þetta sé mjög algengt.
En eftir að Helena byrjaði á soja mjólkinni og hætti að drekka nýmjólk þá er hún bara alveg hætt að biðja um hana og er því farin að borða aðeins betur. Ég vona bara að þetta hjálpi henni að ná sér upp í blóðinu. Hún er vön að vakna á nóttunni ennþá en núna síðustu nótt svaf hún frá 7:45-7:45 í morgun fyrir utan það að hún rétt rumskaði þegar ég kom heim úr saumaklúbb í gærkvöldi en þá bað hún bara um vatn að drekka. Ég vona bara að þetta sé merki um það að hún borði mikið betur og að járnið hækki hjá henni og að heilsan hjá henni fari að lagast. En núna eru rúmar 3 vikur í að ég fái niðurstöðuna úr blóðprufunni. Ég er kvíðin en samt spennt af því að ég á von á góðum fréttum og ég ætla ég mér að leifa mér það að trúa því besta.
En ég er farin að halda áfram að elda mitt æðislega góða gúllas svo að ég bið bara að heilsa í bili.
Eigið þið gott kvöld fyri framan imbann eða nú með góða bók eða tölvuna fyrir framan ykkur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.