Duglega stelpurófan mín

Helena er búin að vera svo dugleg í dag. Þegar ég sótti hana á leikskólann kallaði fóstran á mig og sagði mér frá því að í morgun borðaði Helena heila ristabrauðsneið sem er mjög mikið miða við hversu lítið hún hefur borðað hingað til og svo í hádeginu borðaði hún lifur og tvær kartöflur með baunum og sósu. Þetta er ákkurat það sem að hún þarf að fá vegna þess hversu lág hún er í blóði. Þú færð ekki blóðríkari fæðu en lifur og verð ég að fara að hafa svoleiðis fyrir hana víst að hún vilji hana. Strákarnir sögðu bara ojjjjjj þegar ég sagði þeim hvað hún væri búin að vera dugleg að borða lifur en ég þaggaði fljótt niðrí þeim svo að Helena myndi ekki heyra þá tala svona svo að hún myndi ekki fara að fúlsa við þessu líka.

Krakkarnir fóru öll í klippingu í dag og finnst mér Alexander ekkert smá töff núna. Hann er með smá hanakamb og með toppinn aðeins síðan og bara rosalega flott klipptur. Andri vildi bara venjulega klippingu en hann vildi alltaf vera voða töff en ekki núna ég bara skil það ekki en ég vildi leifa þeim að ráða svona einu sinni. Helena var bara rétt snyrt af því að hún er með svo sítt og fallegt hár. Bára sem klippti þau lagaði toppinn á henni og rétt særði hárið og jafnaði það og hún er enn voða sæt eins og alltafJoyful

Ég fór aðeins að vinna í morgun og tókum við Andri með okkur af því að hann þurfti svo að fara til læknis til að láta taka vörtu sem að hann fékk undir tána og var hann rosalega duglegur og grét ekki neitt heldur harkaði hann þetta bara af sér og fór meira að segja að hlæja í eitt skiptið. Þegar við vorum búin hjá lækninum fórum við upp í Kringlu af því að giftingahringurinn minn er gallaður og þarf ég að láta laga hann. eftir það fórum við aftur upp í vinnu en þar sem að ekki gafst tími til að vinna þá drifum við okkur heim til að sækja Helenu og Alexander. Eftir klippinguna fórum við til ömmu eða langömmu krakkana með krem sem að ég keypti úti handa henni og varð hún voða glöð að sjá okkur. Eftir það fórum við að sækja Baldur í vinnuna og þá fórum við að vesenast í kringum hjólið hans og svo fórum við að hitta frænda Gísla G en hann er að fara að keppa úti í Noregi í torfæru seinna í mánuðinum. Svo fórum við í búð að versla meiri soja mjólk handa Helenu en hún er alveg hætt að fá venjulega kúa mjólk út af blóðleysinu. Mér finnst alveg ótrúlegt hversu vel það gengur að koma ofan í hana soja mjólkinni þar sem að hún bragðast svo allt öðruvísi en þessi venjulega mjólk en ég er mjög ánægð með það líka.

En jæja ég ætla að hætta þessu rausi í mér í kvöld og klára úr bailis glasinu og fara svo bara inn í rúm að lesa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.