Gat varla verið auðveldara.

Eins og ég hef talað um áður þá hef ég ekki verið nett voðalega sátt við lækninn minn. Ég fór til hennar í dag og ætlaði voleiðis að koma með ræðuna um hvað ég væri ósátt við hana og blablabla. Þá segir hún að fyrra bragði að hún væri að fara í 6 mánaða leifi og að ég þyrfti að finna mér einhvern annan lækni á meðan sem að ég er búin að gera. Ég á að hitta þennan nýja lækni í nóvember og vonandi mun mér líka betur við hann. En ég á að byrja aftur á Copaxson og líka á Lyrika sem að ég hætti á út af bjúg sem er svo líklegast  ekki eftir allt saman út af þessum lyfjum. En ég veit það alla vega núna og get þá byrjað aftur að taka þau án þess að vera eitthvað hrædd við þessa aukaverkanir.

Helena hitti Ásgeir í morgun og var hann mjög sáttur á að já hversu vel hún lítur út núna, heilbrigð og fín. Hann sendi hana í STÓRU blóðprufuna aftur og tóku þær úr henni svo mikið blóð að þær náðu að fylla 10 lítil glös. Mér fannst alveg ótrúlegt að Helena hafi getað staðið uppi eftir allt þetta en hún er svo dugleg að hún grét ekki einu sinni á meðan verið var að stinga hana. Ég er svo stolt af henni.

Ég er sko líka ánægð með hvað strákarnir eru að taka við sér og þá er ég að tala um í sambandi við skólann. Í dag þegar þeir komu heim byrjuðu þeir bara strax á því að læra og lærðu mun meira heldur en þeim var sett fyrir. Þeir vilja sko ekki vera eitthvað eftir á eftir að hafa byrjað 1/ 2 mánuði of seint í skólanum.

Ég á að fara til heimilislæknis á morgun út af maganum á mér en listin er alls ekki komin enn og ég má varla sjá mat þá missi ég alla matarlist. Ég þoli ekki að vera svona enda finn ég endalaust fyrir hungri en get ekkert borðað. Ég reyni samt að pína mig til að gera það en það gengur svona upp og ofan. Ég hef samt ekki lést neitt meira síðan ég kom heim sem segir mér að það fer alla vega eitthvað ofan í mig.

En ég er farin að horfa á Vini og slappa af fyrir framan imbann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Gott að heyra að öllum gangi vel

Erna Sif Gunnarsdóttir, 9.9.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.