5.9.2008 | 17:55
Komin heim eftir frábæra ferð!
Eða hvað. Ég var veik frá því daginn áður en við lögðum í hann og er það enn Ég er búin að léttast um tæp 6 kíló sem ég að vísu mátti svo sem alveg við en kílóin fóru allt of hratt og ég verð að leita mér læknis við fyrsta tækifæri. Þetta var bara út af upp og niðurgangi en ég reyndi eins og ég gat að láta þetta ekki stoppa það að ég myndi skemmta mér eins og ég gat. Við gerðum alveg helling eins og t.d að fara í Sea World og Universial studio og þar var alveg rosalega gaman í báðum görðunum en þá sérstaklega í Universial studio . Þar fórum við í alveg nýtt tæki sem heitir The Simsons ride en þá vorum við hálfpartinn í teiknimyndinni og tókum alveg þátt. Okkur leið eins og við værum í rússíbana en vorum það ekki og þegar við vorum að detta niður foss þá var það ekkert smá raunverulegt. Þetta var rosalega gaman. Svo fórum við í Reaturn of the mummy og þá fundum við alveg geggjaðan hita þegar eldurinn átti að vera að koma til okkar og svo fengum við vatnsgusuna framan í okkur þegar við komum nálagt vatni. Þetta var einhverskonar 4 d tæki eins og næstum öll tækin sem að við fórum í þarna.
Í sea Worlad sáum við hvalinn Shamu gera alls konar listir og það var mjög gaman að sjá en svo fórum við að sjá höfrunga og einhverja aðra fisktegund sem að ég man ekki hvað heitir og það var geggjað. Þar blotnuðum við svo sannarlega þegar þeir skvettu á okkur vatninu og var það æðislegt að fá það yfir okkur út af hitanum sem var þarna.
Í þessa tvo garða eyddum við heilum tveimur dögum og ekki veitti af enda náðum við ekki helmingnum af því sem að okkur langaði að prófa. Svo var áttulega fellibylur alltaf alveg í nágreni við svæðið sem að við vorum á svo að það kom nánast alla dagana hellirigning seinnipartinn en oftast var sól fyrripartinn þannig að við erum voða brún og sæt núna eða þ.e. ég og Andri alla vega. Svo vorum við Baldur greinilega voða góð á bragðið þar sem að Morgító og Vespurnar gerðu ekkert annað en að narta í okkur En við lifum það af.
Matarskammtarnir eru ekkert smá STÓRIR þarna í USA landinu, úfff ég átti bara erfitt með að borða matinn bara út af skammta stærðinni. Ekkert skrítið hvað margir Ameríkanar eru breiðir um sig en alls ekki allir samt.
Við heimsóttum hana Auði frænku og manninn hennar og strákana Gabríel og Sigmann og fannst mér voða gaman að sjá þau öll aftur enda eru 10 ár síðan ég hitti þau síðast. Þau ætla að koma í heimsókn um jólin þegar þau koma hingað heim og hlakka ég var rosalega til þess. Við gistum eina nótt heima hjá þeim enda um nóg að tala og gaman fyrir strákana að hittast og kynnast. Þeir fóru að veiða froska um nóttina enda ekkert smá mikið af þeim þarna og skemmtu þeir sér mjög mikið við það.
Við versluðum alveg helling á krakkana þarna úti enda veitti ekki af og eitthvað smá á mig en Baldur verslaði eiginlega ekkert handa sér enda var ég mjög svekkt með það en hann gerir það næst þegar við förum út en við ætlum a'ð reyna að hafa þetta árlegan viðburð hér eftir. Það var aðeins eitt sem að okkur vantaði og það var hún Helena okkar en hún kemur með næst. Hefði hún frið með okkur núna hefði ég ekki getað prófað öll þessi tæki sem að ég fór í. Þetta var ágætis frí frá henni en aðeins of langt. Íbúðin er æðislegt og var allt í henni sem að við þurftum eins og t.d. þvottavél, þurrkari, ofn og eldavél, örbylgjuofn, DVD spilari, play station 2 tölva, internet, sundlaug, heitur pottur og nefndu það það var allt til alls. Ef að einhver vill leigja þessa íbúð þá er nóg að fara inn á linkinn hér til hliðar og þar er hægt að panta og ganga frá öllu.
En jæja þá er ég búin að skrifa nóg í bili. Ég ætla að reyna að setja inn myndir frá ferðinni hér inn í albúmið en ég veit ekki hvortað ég geti það þannig að það mun bar koma í ljós.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.