Svo ánægð með minn mann!

Alexander lenti í 10 sætiaf 15 á Sauðárkróki. Hann stóð sig svo vel að ég er að rifna úr stolti. Fyrsta mótóið gekk frekar brösuglega hjá honum og lenti hann í síðasta sæti og hann varð mjög ósáttur við það og sýndi það svo sannarlega í því seinna. Sá keyrði hratt og örugglega, hann tók fram úr eins og ekkert væri og var eitthvað svo öruggur að það var frábært að sjá hann. 

Svo lenti Aron í 2 sæti í sínum flokk sem er mjög gott líka en hann er kennarinn sem að Alexander er búinn að vera hjá. Svo mun hann fara til hans Jóa Bærings í framtíðinni og var hjá honum á fimmtudaginn. Hann er búinn að læra helling í sumar og við ætlum að láta hann á námskeið aftur næsta sumar og vonum við að Jói kenni honum meira. Hann er mjög góður kennari enda frændi hans þannig að Alexander horfir mjög mikið upp til hans.

En ég ætla núna að setjast niður og reyna að slappa af svo að ég verði einhver tíman góð aftur í fótunum. Ég er mjög bólgin ennþá þrátt fyrir að vera búin að vera í sérstökum bjúgsokkum síðan á miðvikudaginn. En ég kveð núna og lofa því í leiðinni að koma ekki aftur með eitthvert pólitískt rugl inn á þessa síðu afturWink.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband