Ég er hætt

Ég hætti sjálf að taka lyfin mín út af því að ég er með svo mikinn bjúg á vinstri fæti að það er hálf fáránlegt að sjá mig. Ég er búin að reyna eins og ég get að hvíla mig yfir helgina og mamma og pabbi tóku Andra og Helenu svo að ég gæti hvílt mig en ég virðist bara versna. Á morgun ætla ég að tala við lækni á taugadeild og ath hvort að þetta geti ekki verið út af copason lyfinu sem að ég er búin að vera að nota og ef svo er þá hef ég engin önnur lyf til að prófa nema þetta nýjasta og ég er víst ekki nógu veik eða illa farin til að fá að fara á það. Kerfið er fáránlegt.

Á morgun byrjar Helena aftur á leikskólanum og get ég varla beðið. Hún mun hafa þvílíkt gott af því að komast frá mér í smá stund á dag. Hún er núna sofnuð er er frábært því að þá vaknar hún snemma á morgun en hún á að vera frá 8-4 á leikskólanum. Henni þykir ekkert smá gaman þar.

En núna ætla ég að fara a'ð horfa á imbann með' honum Balla mínum svo að lengra hef ég þetta ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Æji ,elsku krúslan mín leitt að heyra að þér líði ekki vel :( vonandi að læknirinn á taugadeildinni geti eitthvað hjálpað þér í dag.

Vona að þér fari að líða eitthvað betur :) ekki má ég gleyma að óska þér til hamingju með stóru ástina þína hann Baldur, innilega til hamingju með þinn ekta mann ("kallinn ":) hehe

Batakveðjur og knús

Guðrún Hauksdóttir, 11.8.2008 kl. 13:45

2 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Batakveðjur.Vonandi er þér farið að liða eitt hvað betur

Kossar og knús

Erna Sif Gunnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.