9.8.2008 | 11:12
Ég skal vera búin að ná mér.......
á innan við viku. Ástæðan fyrir því er sú að hann Alexander er að fara að keppa í mótorkross á Sauðarkrók og ég ætla með til að sjá hvað honum hefur farið fram. Hann lenti í 12 sæti á Akureyri á íslandsmeistaramótinu þannig að honum er að ganga mjög vel af byrjenda að vera. Ég er allavega mjög stolt af mínum manni.
Ég ætla að hringja upp á taugadeild á mánudaginn og ræða við vakthafandi lækni um það hvort að það borgi sig fyrir mig að hætta að sprauta mig út af því að ég er komin með svo mikinn bjúg á báðar fætur að ég get varla labbað. Ég sef illa þ.e. þegar ég næ að sofna og ég er kvalin alla daga. Við mamma fórum á netið og sáum að þetta getur verið aukaverkun af lyfinu Copacson sem að ég er að sprauta mig með og ekki vil ég vera svona það sem eftir er. Ég ætla að hringja upp á taugadeild og fá að tala við vakthafandi lækni vegna þess að ekki hefur minn læknir samband þrátt fyrir að ég hafi reynt að ná í hana og skilið eftir skilaboð um að hún eigi að hringja í mig strax.
Guð hvað ég fann til með henni Rögnu en ég horfði á keppnina í nótt.
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/gallery?Avis=XZ&Dato=20080809&Kategori=IDROTTIR&Lopenr
http://www.visir.is/article/20080808/IDROTTIR/514866540
En ég verðvíst að taka grísina mína úr baði áður en amma þeirra kemur að sækja þau svo að ég feti hvílt mig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.