5.8.2008 | 22:05
Jæja þá kom að því.
Ég er búin að vera svo þreytt eftir brúðkaupið mitt og svo hans brósa að ég er komin í smá kast eins og við mátti búast. Ég er búin að ganga alveg fram af mér. Ég fót til læknis í dag vegna þess að ökklarnir á mér eru orðnir svo bólgnir og læknirinn taldi það að annað hvort væri þetta nýja lyfinu að kenna sem að ég er að spauta í mig daglega eða það að ég er búin að ganga alveg frá mér. Ég er að vona það síðara vegna þess að þetta er eina lyfið sem að ég hef þolað eða þ.e. sem að ég verð ekki fárveik af. Ég verð að hafa samband við hana Maríu lækninn minn um þetta en það er erfiðara að ná í hana heldur en sjálfan forsetann. En það gerist ekkert nema að ég reyni og ég ætla að byrja að gera það strax á morgun. Þessa bólgur valda þvílíkum sársauka og óþægindum að ég sef næstum ekkert á nóttunni.
Ég fór í Kringluna í dag sem að ég hegði ekki átt að gera af því að ég var alveg að drepast þegar ég kom heim. Ég fór til að skipta einni brúðargjöf til viðbótar og í staðin fékk ég pönnu til að baka lummur og eitthvað smotterí til viðbótar. Ég fór svo að leita að afmælisgjöf handa honum Baldri en hann á afmæli á morgun en ég fann ekki neitt. Ég verð bara að reyna aftur á morgun og þá án barnanna. Svo ætla ég nú að baka eina köku fyrir hann líka.
Mamma, pabbi, brynjar og Alda koma í mat á morgun en ég verð bara að kaupa eitthvað til.búið af því að ég er í banni við að elda á meðan fæturnir á mér eru svona. Ég finn eitthvað voðalega gott að borða handa okkur. En meira hef ég ekki að tala um í kvöld nema vonandi heldur þessi lækkun á bensíninu áfram.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.