1.8.2008 | 12:14
Ég er á lífi
Ég hef bara ekki nennt neinum blogg skriftum þessa dagana. Núna er ég grasekkja í sólarhring en Baldur fór með Alexander með flugi norður á Akureyri til að keppa í íslandsmeistaramótinu sko hann Alexander svo að ég fer því alein í brúðkaup bróður míns á morgun en Baldur kemur samt heim annað kvöld en hann verður þá líklegast bara með krakkana. Ég ætla sko að djamma með brósa og Drífu mákonu á morgun.
Ég reyndi að sofa út í morgun en það var ekki hægt fyrir rifrildinu á milli Andra og Helenu. Ég er eitthvað svo þreytt þessa dagana að ég á virkilega erfitt með að vaka á daginn. En þetta er örugglega síðbúið spennufall eða eitthvað. Ef að þetta fer ekki að lagast þá verð ég að kíkja til doxa og láta ath þetta. Ég fer snemma að sofa á kvöldin og Baldur er tekinn við af mér með að vakna með Helenu ef að hún vaknar á nóttunni. En nú er litla prinsessan orðin mjög pirruð og ergileg svo að ég læt þetta duga í dag og ætla að fara að gefa þeim eitthvað að borða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.