27.7.2008 | 00:36
Smá skrif
Ég e að reyna að setja inn alveg rosalega flottaq mynd af Helenu og Brynjari vin okkar en tölvan er eitthvað leðinleg núna svo að það verður bara að bíða.
Við fórum í dag í Smáralindina í Líf og listog versluðum okkur diskasett sem er rosalega flott fyrir peningana sem að við fengum í brúðargjöf. Við gerðum svo lista þar svo að fólk sem að vill gefa okkur eitthvað í jólagjöf eða afmællisgjöf getur bara farið þangað og gefið okkur eitthvað úr þessu stelli. Hefðum við haft vit á því að gera svona lista fyrir brúðkaupið þá hefðum við örugglega fengið settið allt eða allavega meiri hlutan af því. En það er alltaf gott að vera vitur eftir á.
En fréttin sem kom í gær um pólverjan sem lést á Esjunni var mög sorgleg en hann fannst sunnan megin í Esjunni sm er pínu spúkí af því að við búum við hana. En ég má ekki hugsa um þetta afr því að ég var rosalega draugahrædd sem krakki og trúði því að ef að fólk fari svona þá engi það aftur. Ég er svo rugluð stundum.
En svo að ég tali nú um eitthvað jákvætt þá er Helena fari að vakna til að fara að pissa á nóttunni, hún er því alveg hætt að pissa undir 7 9 13.Hún er búin að vera nokkuð dugleg að borða og bæði í gær og í dag borði en heila pylsu í hádeginu sem er mjög mikið fyrir hana svona miða við hvernig hún hefur alltaf borðað lítið. Það var hringt í mig frá Lansa um daginn og hún var látin fá annan tíma hjá Ásgeiri af því að hann er í fríi á þeim tíma sem að hún var búin að fá. Hún á að fara sem sagt 9 september sem er gott. Ég er farin að trúa því að hún sem orðin góð. Hún lítur orðið mjög vel út alltaf og heilbrigð. Hún er reyndar mjög hás alltaf svo að ég þarf að fara með hana til að láta kíkja á það en að öðru leiti þá er hún mjög hress.
Strákarnir eru byrjaðir í kennslu á mótorkross og fóru í dag upp á Skaga og svo aftur á morgun. Brautin er frekar erfið fyrir Andra en honum gengur samt ágætlega. Alexander er að standa sig mjög vel og Baldur fór líka í kennslu og honum gekk mjög vel. Ég væri alveg til í að- kíkja en ég bara tími ekki að borga í göngin. En ég verð bara heima með Helenu og við dúllum okkur bara eitthvað saman.
En núna ætla ég að fara að sofa svo að ég bíð bara góa nótt kæru vinir og aðrir lesendur.
Athugasemdir
Mikið er hún Helena dugleg
Frábært hvað hún er orðin hress, vonandi að hún sé bara komin yfir þessi veikindi öll .
Mikið er þetta sorglegt með vesalings manninn í Esjunni.
Knúsíknús
Guðrún Hauksdóttir, 27.7.2008 kl. 10:34
vonandi fer skvísan bara öll að hressast héðan af... lots of love
Þórunn Eva , 29.7.2008 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.