23.7.2008 | 00:03
Ég er orðin frú ;o)
Skrítið að segja þetta en gaman samt.
Dagurinn var frábær í alla staði. veðrið var frábært eins og ég var búin að panta fyrir löngu og allt gekk eins og í sögu. Það var aðeins eitt að og það var að cameran gleymdist heima svo að brúðkaupið er ekki til á video En það eru til alveg nóg af myndum svo að þetta sleppur. Við létum taka af okur myndir í Grasagarðinum og heppnuðust þær rosalega vel. Það náðist svo æðisleg mynd af Helenu labba með vini okkar í burtu en myndin er tekin aftan frá þannig að hún er alveg ferlega flott. Strákarnir eru einnig rosalega flottir og ég held að ég hafi aldrei verið eins stolt af honum Alexander en hann var svo duglegur í kirkjunni. hann var hringaberi og stóð sig eins og pró. Andri og Helena voru rosalega dugleg líka í kirkjunni. Helena gekk inn kirkju gólfið eins og prinsessa sem að' hún er með voða sætar krullur og í þessum líka æðislega kjól. Andri leiddi hana og Alexander gekk á eftir þeim. Ég var látin labba fyrst inn með pabba mínum og gekk það mjög vel þangað tl ég átti að ganga upp 3 tröppur en þá steig ég á undirpilsið sem var allt of sítt á mér þannig að engu munaði að hefði dottið kylli flöt á gólfið en pabbi náði að halda mér uppi. Þetta var svo fyndið að ég skelli hló. En athöfnin gekk alveg eins og í sögu en ég átti pínu erfitt með ð hlæja ekki þar sem að ég geri það alltaf þegar ég er stressuð.
Eftir myndatökuna var haldið í veisluna sem að heppnaðist rosalega vel. maturinn var rosalega góður en ég hafði ekki mikla list og borðaði því ekki mikið og svo fengum við æðislega góða brúðatertu sem að mamma bakaði og var hún rosalega góð. Eftir veisluna var haldið í sumarbústað og þar beið okkar vínber, jarðaber, ostar og kampavín og svo var búið að leggja rósir á rúmið og allt voða rómó.
Við erum voða ánægð með allt hvað allt heppnaðist vel og svona og þetta mun aldrei gleymast.
Athugasemdir
Innilega til hamingju með daginn, frábært hvað allt hefur gengið vel. Hlakka til að sjá myndir;o)
Skvísumamman, 23.7.2008 kl. 15:20
til hamingju með daginn....
ég man svo vel eftir ykkur við hittum ykkur nokkrum sinnum uppá barnadeild þegar að við láaum inni og helena var í mótefnagjöf....
knús knús og vonandi gegnur allt vel með músina....
LOVE
Þórunn Eva , 23.7.2008 kl. 20:19
Frú Hulda
elsku dúllan mín til hamingju með það að vera orðin frú..... Dagurinn hefur greinilega verið æðislegur í alla staði, dásamlegt,,,,,eins gott að pabbi þinn reddaði þessu með dettinginn :) hehe
Svo heimtar maður eins og eitt stykki mynd af skvísunni í brúðarkjólnum
Knúsíknús frú mín góð
Guðrún Hauksdóttir, 23.7.2008 kl. 20:35
Til hamingju með að vera orðin frú


Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.7.2008 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.