14.7.2008 | 11:23
Það gafst smá tími fyrir blogg
Helgin voru bara nokkuð góð. Baldur var steggjaður loksins og sá var tekinn í gegn hahaha Ég segi meira frá því eftir brúðkaupið af því að ég fæ ekki að sjá það fyrr en þá. Á meðan verið var að hrekkja hann fór ég með Öldu og Hörpu í Kringluna að versla mér kjól fyrir brúðkaupið hjá Hendrik og Drífu. Ég fann voða sætan kjól og núna vantar mig bara skó og þá er ég orðin alveg tilbúin fyrir brúðkaupið þeirra. Eftir Kringluferðina fór ég með krakkana í Krónuna að versla eitthvað að borða og svo fullt af nammi til að japla á en svo þegar ég ætlaði að ráðast á nammið hafði ég bara enga list fyrir því ( góður sukkari eða þannig ).
Baldur var kominn heim kl. 5 um morguninn eftir frábæra steggjun og lagðist hann á koddann og steinsofnaði eftir lannnnnnngann dag. Ég vaknaði frekar snemma með Helenu og við dúlluðum okkur aðeins frammi og gengum frá þvotti og svona þangað til að Baldur vaknaði. Svo komu mamma og pabbi í smá heimsókn á leiðinni heim eftir að hafa verið í sumarbústað um helgina og tengdapabbi kom en hann var á leiðinni norður og svo komu Elvar, Inga og Goggi ásamt Amöndu og Evu en þau voru líka á leiðinni norður. Nóg var af gestagangi um helgina og erum við orðin mjög þreytt enda verður farið að sofa snemma alla vikuna. Ég mun gista hjá mömmu og pabba á föstudaginn ásamt Helenu af því að ég þarf að vakna snemma til að fara í sturtu og fara í hárgreiðslu og förðun og heim til mömmu og pabba aftur að klæða mig í kjólinn og klæða Helenu. Það er eins gott að ég fái mitt freiðivín/kampavín á meðan á undirbúningnum stendur. Ég er svo kvíðin fyrir að ganga inn kirkjugólfið að ég sé sjálfa mig fyrir mér hringja niður á leiðinni inn Nei nei það má nú ekki gerast og ég efast um að það muni gerast. Þessi dagur verður límdur fastur í minni mér um alla tíð og verður sá æðislegasti.
En ég ætla núna að fara að gera eitthvað af viti og reyna að koma húsinu í stand fyrir tengdafólkið sem kemur á föstudaginn.
Athugasemdir
Líttu á björtu hliðarnar, ef svo óheppilega vildi til að þú hrasaðir í kirkjunni þá er það alla vega eitthvað sem enginn gleymir og verður því brúðkaupsdagurinn ykkar ógleymanlegur öllum
hahahaha,,,,,,,svona án djóka átt þú án efa eftir að vera laaaaaannnng flottust
hlakka til að fá að sjá myndir eftir brúðkaupið.
Knús á þig og vonandi getur þú slakað vel á þessa vikuna.
Guðrún Hauksdóttir, 14.7.2008 kl. 13:34
Jæja þá er komin miðvikudagur
styttist óðum í stóra daginn......
Gangi þér eða ykkur súper vel.
Knúsíknús
Guðrún Hauksdóttir, 16.7.2008 kl. 17:06
Vonandi verður morgundagurinn yndislegur hjá ykkur hjónum
Til hamingju með daginn skvís
og Baldur.............
Kveðja,
Bryndís, 19.7.2008 kl. 01:15
Innilega til hamingju með brúðkaupdaginn elsku Hulda mín
megi ykkur hjónum vegna vel í framtíðinni.
Þvílíkt fallegt veður sem þið fáið á þessum yndislega degi.
Knús og kossar á ykkur sæta skvís
Guðrún Hauksdóttir, 19.7.2008 kl. 09:44
Takki fyrir kveðjurnar stelpur.
Hulda Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.