11.7.2008 | 23:49
7 dagar til stefnu
Vá hvað tíminn er rosalega fljótur að líða. Það eru bara 7 dagar þangað til við munum ganga í það heilaga. Ég er orðin mjög spennt og einnig mjög kvíðin. Ég er mest stressuð fyrir að ganga inn kirkjugólfið og hafa öll augun á mér. Ég er ekki vön mikilli athygli þannig að þetta verða viðbrigði fyrir mig en örugglega mjög gaman. Kjóllinn er rosalega flottur á mér og ég er búin að vera dugleg að ganga skóna til þannig að ég verð ekki alveg ónýt Ég heyrði í henni Siggu góðu og elskulegu og verður bústaðurinn gerður tilbúinn fyrir okkur og ætlar hann Ómar að keyra okkur þannig að þetta verður alveg geggjað. Við ætlum að taka með okkur golfsettið og fara í golf daginn eftir sem verður örugglega mjög gaman.
Baldur er búinn að vera að hjóla með strákana í allt kvöld þannig að ég er búin að vera alein með Helenu sem er löngu sofnuð og ég er búin að vera dottandi í allt kvöld. Ég næ vonandi góðri hvíld um helgina enda hef ég rosalega gott af því svo að ég haldi sönsum þegar að stóra deginum kemur.
Athugasemdir
OMG hvað þetta verður frábær dagur hjá ykkur
gangi þér vel með restina af undirbúningi fyrir stóra daginn.
Knús og kossar
Guðrún Hauksdóttir, 12.7.2008 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.