11 dagar í brúðkaupið

Eftir 12 daga verð ég gift kona. En eftir 11 daga mun ég ganga í það heilaga með unnusta mínum til 16 ára. Ég sæki kjólinn minn á fimmtudaginn og þá er allt tilbúið hjá mér. Baldur á eftir að kaupa sér skyrtu og skó og þá er hann reddí. Við sendum Jónsa lista yfir þau lög sem að við viljum að hann spili í kirkjunni áðan og er hann strax búinn að svara því að hann sé tilbúinn að gera þetta fyrir okkur. Svo á morgun fer ég og sæki hjúskaparvottorðið sem að við eigum að koma með í kirkjuna og þá erum við næstum tilbúin með allt. Ég fer svo í neglur á fimmtudaginn í næstu viku og á morgun fara allir strákarnir í klippingu. Það er hellingur að gera fram að brúðkaupinu þannig að ég veit ekki hversu mikinn tíma ég mun hafa til að blogga á næstunni þannig að þið verðið bara að fyrirgefa það.

Við skruppum í Skorradalinn góða um helgina og vorum í eina nótt í sumarbústað hjá Brynjari og Öldu í geggjuðu veðri. Ég er orðin vel brunnin á bakinu og öxlunum eftir helgina þannig að það er eins gott að ég fari nú ekki að flagna þegar að brúðkaupinu kemur. Ég bara vona það besta enda þýðir ekkert annað en að vera jákvæð. Ég elska Skorradalinn og ég væri svo til í að eiga einn bústað þar en við verðum að bíða með það þangað til við eignumst einhvern pening.

Helena fékk smá sólsting þegar við fórum í bústaðinn og ældi þegar við komum heim og sofnaði fljótlega eftir það en það er búið og er hún bara nokkuð hress í dag. Hún er búin að vera mikið úti og ég líka enda ekki annað hægt í svona góðu veðri eins og er búið að vera undanfarið. Það er bara versta að það á að fara að byrja að kólna núna á fimmtudaginn.  En ég vona að við fáum gott veður þann 19 júlí og að dagurinn verðu alveg magnaður. Ég er allavega farin að hlakka rosalega til enda veit ég að hann mun heppnast alveg frábærlega.

En ég ætla núna að fara að svæfa litlu drottninguna mína svo að hún vakni snemma á morgun til að fara í leikskólann. Hafið það sem allra best þangað til ég skrifa næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.