Bloggleti í gangi

Ég hef svo sem ekki mikið um að tala núna sem er kannski skýringin á þessari bloggleti sem að er að hrjá mig þessa dagana. Það styttist óðum í stóra daginn hjá okkur og er komin mikil spenna sem og kvíði. Við erum búin að vera að vinna í gestalistanum þ.e. fara yfir hann og merkja við þá sem koma og þá sem ekki koma. Svo erum við búin að versla hringana og núna erum við að vinna í því að versla áfengið. Við erum búin að tala við kokkinn um hvaða matseðil við viljum fá og við erum búin að fá brúðartertustand fyrir tertuna. Það var heljar mikið mál að fá stand en ég hafði alltaf trú á að það myndi reddast, hún Gunna nágrannakonan mín reddaði mér honum og hann er ekkert smá flottur. Hann er fyrir 6 tertur sem er frábært og svo ætlum við bara að hafa tertur inni  í eldhúsi ef að eitthvað klárast til að bæta á.

Helena er að verða lasin aftur. Hún er komin með ljótan hósta og á það til að kúgast það mikið að hún ælir. Hún er reyndar ekki komin með hita og vonandi fær hún hann ekki en hún kann svo sannarlega að velja sér tímann til að verða lasin. En vonandi versnar hún ekkert meira og að hún verði fljót að vinna á þessu. Ekki má hún vera lasin á brúðkaupsdaginn.

Við fengum loksins búrskápinn minn upp í gær og þvílíkur munur. Núna er eldhúsið reyndar aðeins minna en samt ekki af því að núna er mikið meira skápapláss og núna þarf ég ekki að geima allt inni í þvottahúsi lengur. Ég er mjög ánægð með skápinn.

Baldur er með strákunum að hjóla núna og ég er að vona að þeir fari nú að koma heim fljótlega. Við ætluðum að finna tónlystina fyrir brúðkaupið í kvöld og ég er orðin mjög þreytt og vil helst fara að sofa fljótlega. En ég ætla að fara að leggjast fyrir framan imbann og lát fara vel um mig þangað til þeir koma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mikið er gaman að lesa við erum búin að hjá þér, þá standið þið greinilega mjög vel saman í þessu öllu saman.

En hóstinn er hrikalegur, ég þoli ekki svoleiðis hósta, fæ hann stundum og er núna enn að jafna mig eftir svona hósta frá því ég man ekki hvenær!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.7.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.