29.6.2008 | 12:39
Gæsunin búin ;oD
Þær komu mér heldur betur á óvart vinkonur mínar og minn maður. Já á föstudaginn hringdi Hulda vinkona og bað mig um að kíkja í kaffi til sín sem ég geri. Við sátum úti til kl. 12 en þá sagði ég við hana að ég þyrfti að rífa mig heim að taka til af því að smiðurinn væri að koma um 2 leitið að klára eldhúsið. Ég trúði því auðvitað voða saklaus og tók til og fór svo að krydda kjötið sem að ég ætlaði að grilla umkvöldi. En þegar ég er komin á fullt með að krydda kjötið og orðin voða sóðaleg og " fín " er bankað og ég byrja að bölva því að það sé enginn heima til að fara til dyra fyrir mig. Ég fer til dyra og hvað haldið þið að taki á móti mér, myndavélar og vídeó camera. Mer brá svo að ég loka aftur n og fer inn en átta mig svo aftur og fer og opna aftur hahaha. Stelpurnar koma inn með fulla poka af búningum sem að ég er látin klæðast og svo vara bara myndataka í garðinum voða gaman. Ég fékk auðvitð kampavín til að míkja mig aðeins upp og svo er ég klædd í það sem að ég var látin vera í því sem eftir var dagsins. Ég er síðan sótt á mótorhjóli ( geðveikt ). Ég er keyrð á mótorhjólinu niður í Glæsibæ en þar bíður mín vespa sem að ég átti að keyra sjálf en tókst ekki betur en svo að ég var næstum dottin þannig að þær ákváðu að Rebekka sem á vespuna keyrði og ég sat aftan á. Auðvitað þurfti hún að taka smá auka hring um Laugar þar sem að fullt af fólki var og sá hvað ég var klædd fáránlega og á hjólinu stóð svo stórum stöfum Gæs og héngu fullt af áldósum aftan á hjólinu. Þetta var voða gaman. Ferðin lá svo á Grand hótel þar sem að ég fékk æðislegt nudd og svo fórum við í pottinn þar sem að nuddið hélt áfram. Eftir dekrið fórum við í sturtu og svo var ég máluð enn flottari en fyrst og fékk flott týgó sem að var farið úr mér út af hjálminum. Efti þetta lá leiðin niður í Skeifu þar em að ég átti að syngja fyrir pylsu en ég var ekki svöng svo að ég slapp við það. Ég var mjög erfið gæs hahaha. En ég slapp ekki betur en það að ég var látin fá fullan bauk af krónum sem að ég átti að nota til að kaupa eina flösku af einhverjum gosbjór. Ég var þá sniðug og lét bara afgreiðslu manninn telja krónunar fyrir mig hahaha. Eftir þetta drakk ég minn Smirnoff ice og svo var ég látin labba um skeifuna með fulla tösku af kossum og með skilti sem á stóð eitthvað um að menn fengu einn koss. Eg var aftur voða sniðug og fór í röðina á KFC og labbaði á milli bíla og gaf alla kossana. En svo var ég látin labba niður í Faxafen og upp ar sem að söngskóli Siggu og Maríu er og létu stelpurnar mig opna en auðitað var læst en ég sá svo búðina Tantra og þangað létu þær mg fara með 6000 kr. og ég mátti kaupa mér hvað sem er fyrir þessa upphæð. Við skulum bara segja það að ég er loksins búin að fá það sem að mig vantaði.
Eftir þessa verslunarferð átti ég að taka strætó heim til Hörpu en strætóinn keyrði bara fram hjá mér mikill dóni. Það var önnur stelpa að bíð eftir sama vagni en hún varð að labba heim. Ég slapp þá við strætóinn og keyrðum við bara heim til hennar með smá stoppi á bensínstöð og ég hljóp inn á Pizza hött til að pissa og þar var ég spurð af tveimur litlum stelpur hvort að ég væri leikari hahaha ég sagði auðvitað bara já. Við stoppuðum svo á Shell og þar var ég látin fá smá pening til að versla mér einn smokk en það er ekki hægt að versla svoleiðis í stykkja tali. En strákurinn opnaði að minnst osti flöskuna mína fyrir mig. Svo lá leið okkar heim til Hörpu og þar beið okkar grill matur og meira áfengi. Helga, Guðfinna og drífa voru líka með og var þetta voða skemmtilegt kvöld. Það eina sem a'ð skemmdi kvöldið var að ég fékk þennan skemmtilega pirring í fæturna og hendurnar þannig að ég fór heim um kl. 12:30.
Svo daginn eftir eða á laugardaginn ( gær ) fór ég að gæsa Drífu mágkonu og þess vegna var ég ekki uppi á braut að sjá Alexander keppa. Ég var komin heim til hennar kl. 9:20 og rétt náði því að löggan sem að var nýbúin að stoppa vinkonu hennar fyrir að vera með filmur í glugganum á bílnum sínum fékkst til að vekja hana fyrir okkur hahaha. Það tókst svona rosalega vel og varð hún drullu hrædd og ein tauga hrúga hahaha. Þegar hún kom svo út á náttsloppnum einum sér hrópuðum við GÆS. Hún varð voða glöð að sjá að þetta var bara grín og þökkum við allar löggunni fyrir hjálpina.
Hún var svo látin klæðast í þennan voða fína fjólu bleika kjól sem að henni þótti alveg æðislega flottur og svo var hún látin í strigaskó við voða fín. Við fórum svo heim til vinkonu hennar þar sem að við fengum morgunmat og eftir matinn var myndataka. Eftir þetta ætluðum við að láta hana fara í fallhlífstökk en vegna veðurs var það ekki hægt þannig að við fórum allar á hestbak sem að var geggjað gaman en ég er með rosalega strengi í rassinum og bakinu eftir þetta. Síðan fórum við í sund til að hreinsa af okkur hesta lyktina. Eftir þetta lá leið okkar niður á Austurvöll þar sem að við fórum í leiki og borðuðum aðeins meira og stelpurnar drukku meira. Ég drakk ekki neitt af því að eitt kvöld er alveg nóg fyrir mig. Þegar við vorum búnar að vera þarna í 2 og 1/2 tíma fórum við heim til annarra vinkonu og borðuðum meira og þær drukku meira. Eftir það fóru þær allar á tónleikana með sigurrór og Björk. Ég fór bara heim enda þreytt eftir 2 daga djamm.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.