27.6.2008 | 13:39
Jeiiiiiiiiiiii
Ég byrjaði á lyfjunum í gær og voru eftirköstin sem og engin. Ég var svo viss um að ég mundi aldrei getað gert þetta sjálf þ.e. að sprauta mig en vitið hvað ég var að gera það fyrir um 40 mín síðan? Ég var að sprauta mig alveg sjálf og tókst það bara mjög vel. Ég fékk pínu sjokk eftir að hafa gert þetta alveg sjálf en það var fljótt að lagast. Ég er pínu aum þar sem að stungan fór en ég er ekkert að deyja neitt og lifi þetta alveg af. Ég var eins og lítið barn þegar ég var búin að sprauta mig og hringdi í alla til að láta vita hvað ég var dugleg hahaha. Meira að segja þegar Alexander kom inn þá sýndi ég honum þetta og montaði mig. En svona gera bara þeir sem eru svona miklar skræfur eins og ég.
Í gærkvöldi fórum við aðeins upp á braut í Álfsnesi til að sjá hvernig gengi að gera brautina klára fyrir keppnina og þá var verið að vökva hana í helli dembu sem að kom akkúrat þegar við komum. Það fyndna við það er að á meðan þarna var helli demba þá var skrjáfa þurrt heima og samt bara 5 mín akstur frá heimili okkar. Ég hafði nefnilega hengt þvottinn út rétt áður en við lögðum af stað þannig að bæði Baldur og Alexander höfðu smá áhyggjur af honum en ég sá að það rigndi ekkert heima svo að ég hafð engar áhyggjur.
Ég kíkti á Huldu vinkonu í morgun og sátum við úti í góða veðrinu og borðuðum bláber og drukkum vatn ( báðar í hollustunni ) og störðum á geitunginn sem að var að hræða úr mér líftóruna og allar köngulærnar *hrollur*. Það var gott að sjá Huldu aftur eftir veikindin hjá mér og henni líka. Ég elska hana og börnin hennar mikið og Andri og Ívar Orri strákurinn hennar eru miklir vinir. Ég varð bara að drífa mig heim til að gera allt klárt fyrir smiðinn sem er að koma á eftir að klára eldhúsið loksins enda löngu kominn tími til að klára þetta. En þetta verður svo flott þegar þetta er búið að ég get ekki beðið. Hann er að fara að setja upp síðasta skápinn sem er búrskápurinn og þá er allt reddy.
En ég ætla að fara að halda áfram að gera allt klárt og eins og fara að pakka niður fyrir hana Helenu sem verður hjá ömmu sinni og afa í nótt aftur svo að við getum notið okkar betur á morgun.
Athugasemdir
Vááá mikið svakalega ertu dugleg að spauta þig svona sjálf, er ekki viss um að ég gæti það.
Haltu áfram að vera svona dugleg snúllan mín...... það styttist óðum í stóra daginn hjá ykkur
en gaman.
Ps. takk fyrir að sakna mín.......... svo yndislegt að sjá að einhver saknar manns
Guðrún Hauksdóttir, 28.6.2008 kl. 23:27
Hæ hæ, kíktu á www.motosport.is
Kveðja,
Bryndís, 2.7.2008 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.