Þá er komið að- þessu!

Læknirinn minn hringdi í mig í dag og tilkynnti mér að lyfið sem að ég á að fara á Cobaxon var samþykkt og á ég að byrja á morgun. Ég er drullu kvíðin en samt ánægð með að vera loksins að byrja á lyfjum aftur við MS. Þá er vonandi að köstin fari að hætta hjá mér. Ekki það samt að þeim hafi ekki fækkað til muna frá því að Helena fæddist en ég ætla samt ekki að fara að eiga fleiri börn.

Alexander og Baldur voru ekki komnir fyrr en kl  23:30 í gærkvöldi þannig að Alexander hætti við það að fara á smíðavöllinn í dag og varbara heima að hvíla sig fram að hádegi. Svo erum við búin að vera að taka til og þrífa af því að Elvar og Inga eru kannski að koma í kvöld og þávill maður reyna að hafa fínt hjá sér.

Ég verð að hafa þessa færslu extra stutta af því að ég verð að fara út að sækja Helenu á leikskólann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband