Jæja núna eru rúmar 3 vikur í brúðkaupið :o)

Hahaha ég er alveg að ná þessuBlush En núna er ég búin að gera nánast allt sem þarf að gera fyrir stóra daginn. Ég fékk loksins skó á strákana í gær ferlega flotta og gæjalega skó. Alexander er farinn að nota skó í 39 og þar af leiðandi kominn með stærri fætur en égWhistling Hann stækkar sko hratt þessi sonur minn. Við ákváðum að fá mömmu til að baka fyrir okkur brúðartertuna og þá spörum við okkur 80 þús. kr. rúmar. Hún er nú þegar búin að gera 4 botna af 14Shocking Vá hvað við þurfum mikið. En við viljum að allir fái köku.

Í gær var ég spurð hvort að ég væri óléttShocking Ég þarf greinileg virkilega að fara að taka mig á. Alla vega var þetta mjög gott hint. Ég var að ræða við hana Helenu um að núna þyrfti ég að fara að grenna mig af því að ég væri orðin svo feit og þá fór sú litla freka að rífast við mig " nei mamma ég er feit " og ég var alveg nei nei þú þarft að fara að borða meira af því að þú ert aðeins of grönn ( ekki það að hún skilji mig ) og nei nei hún stóð sko fast á sínu og sagðist vera feit. Það er eins gott að passa sig verulega á því hvað maður segir við hana. Auðvitað átti ég að hafa vit á því að vera ekkert að tala um svona lagað við hana. En skaðinn er skeður og vonandi læri ég af honum og vonandi hefur hún ekki meira vit en það að vera ekkert að hætta að borða af því að henni finnst hún of feit sem að hún er engan vegin.

En ég er alveg staðráðin í því að fara að taka á mataræðinu og hætta öllu sælgætisáti og gosdrykkju. Ég var með fisk handa okkur í matinn í gær og svo ætlum við að grilla í kvöld ehn ég ætla mér ekki að borða kartöflur heldur bara grænmeti með. og drekka bara vatn enda er það alltaf best. Alla vega fékk þetta óléttubull mig til að fara að hugsa. Ekki vil ég vera spurð aftur hvort að ég sé nokkuð ólétt. En samt vandræðalegt fyrir spyrjandann hahaha.

Ég kláraði skráninguna í keppnina á laugardaginn í gær og mun hann keppa í Álfsnesi. Baldur ætlar að fara einn með Andra að hjóla í vikunni bara til að sýna honum að hann fái líka atyggli. Hann er orðin mjög abbó út í hann Alexander af því að í fótboltanum fær hann nánast aldrei að spila með og svo fær hann ekki heldur að keppa í mótorkross heldur. Greyið á svo erfitt með að skilja þetta enda bara 7 ára. En þetta kemur allt hjá honum og loksins þegar hann er orðinn 12 ára og fær að keppa verður hann orðinn rosalega góður. Og svo þegar Helena verður orðin 12 ára og fær að keppa þá verður hún sko orðin góð þ.e. ef að ég kem einhvertaman til með að leifa henni að hjóla.

En núna ætla ég að fara að hengja út þvottinn svo að ég læt þetta vera nóg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.