22.6.2008 | 01:42
Hvernig er þetta hægt;(
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/06/21/dyranidings_leitad/
Ég skil ekki svona grimmd Þegar ég sá þetta í fréttunum varð ég svo reið og sár yfir því hvernig hægt er að gera lifandi veru sama hvað það er ( nema kannski skordýr ).
En það var gaman í dag og þá meina ég mjög gaman. Við fórum eldsnemma upp í Bolöldu en það var púkamót fyrir krakka á 50cc, 65cc, og 85cc hjólum. Eftir það var svo keppni fyrir 85cc og lenti Alexander að sjálfsögðu í 5 sæti. Andri fékk líka medalíu fyrir púkamótið' en hann fór extra varlega núna eftir að hafa dottið illa á 17 júní. En þegar þeir fóru í stóru brautina þá fór Andra að ganga frekar illa af því að hún er full erfið fyrir hann. En þarna var hoppukastali sem að hann hafði mjög gaman af og lék sér mikið þar á meðan Alexander var að keppa. Ég var flaggari bæ'ði þegar Alexander var að keppa og líka þegar stelpurnar kepptu. Baldur var á fjórhjólinu að vesenast þegar það þurfti þannig að við höfðum öll nóg að gera.
En þessi færsla verður ekki lengri þar sem að ég er á leiðinni í pottinn a' slaka á eftir langan og skemmtilegan dag.
Athugasemdir
Flott hjá Alexander
Ég kom svo seint uppeftir á laugardaginn að þú varst farin heim
en við hittumst þá bara á laugardaginn í staðinn.
Ég er búin að búa til félagsskírteinin ykkar allra, fer með þau í póst á morgun
Betra seint en aldrei ekki satt? 
Kveðja,
Bryndís, 24.6.2008 kl. 16:36
Flott en mér tekst ekki að senda þér póst með kt. hennar Helenu
Hulda Sigurðardóttir, 24.6.2008 kl. 18:46
Ég fann hana, ekki flókið mál
Bryndís, 25.6.2008 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.