Allt fór vel!

Við fórum í Bolöldu í gær að hjóla allir nema auðvitað ég. Fyrst komum við auðvitað við í nýju gryfjunum motomos. Hún er ekkert smá flott og virkar mjög skemmtileg fyrir þá sem hjóla. En það voru svo margir þar og það var búið að ákveða að hitta Jóa og Hlyn í  Bolöldu svo að ferð okkar lá þangað. Veðrið var frábært og allir skemmtu sér vel meira að segja ég. En þegar við vorum búin að vera þar í u.m.þ.b. 2 klst gerðist svolítið sem að fékk mig til að brotna niður. Andri var í miðbrautinni að hjóla með öðrum strák sem að hann kynntist þarna þegar hann var með smá sýndarmennsku og gaf í setti í 4 gír og stökk um 2 metra upp í loftið og dettur af hjólinu og hjólið lenti ofan á hannFrown 3 menn sáu þetta gerast og hlupu til hans alveg í sjokki og hjálpuðu honum að ná hjólinu af og hlúðu að honum þangað til Baldur kom til hans. Ég stóð hjá Helenu alveg í sjokki grét eins og ég veit ekki hvað af því að ég sá Andra ekki standa upp fyrr en 10 mín seinnaCrying Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var hrædd. Ég hélt að hann væri kannski lamaður, brotinn eða rotaður. En sem betur fer þá stóð hann upp og kom hjólandi til baka.

Svona lagað vil ég aldrei þurfa að upplifa aftur. en ég þarf að gera allt of mikið í dag. Ég þarf að taka húsið í gegn sem verður svo sem ekkert erfitt, ég þarf að fara í apótek að kaupa plast á rúmi okkar, kaupa jakkaföt á strákana og fara að versla. Við erum að fá gesti í kvöld og vonandi fara snákarnir svo allir að hjóla svo að ég komist til mömmu og pabba með Helenu af því að frænka mín frá Englandi er að koma til þeirra og ég vil hitta hana og leifa henni að sjá Helenu en hún hefur aldrei séð hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís

Æi ekki gott að heyra með Andra, en gott að hann meiddi sig ekkert.  Þetta er það sem ég er hræddust við með minn gutta, samt reyni ég ekkert að hugsa um það á meðan hann hjólar, hef eiginlega fulla trú á mínum    

Sjáumst annars á morgun, Friðgeir ætlar reyndar ekki að keppa , en kallinn keppir annað kvöld og við ætlum að reyna vera komin um 2 leitið og fylgjast með 85 strákunum, þetta verður bara gaman held ég 

Kveðja,

Bryndís, 20.6.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband