16.6.2008 | 15:17
Bara 3 vikur og 5 dagar í brúðkapið !
Það styttist í þetta ogg má segja að ég er farin að kvíða deginum mjög MJÖG mikið. Ég veit að ég hef engu að kvíða en það sem að ég er að kvíða fyrir er að labba inn kirkjugólfið og allir hafa augun á mér. Þetta er það sem að ég er búin að bíða eftir síðan ég var smá stelpa og loksins er dagurinn að renna upp. Við erum búin að öllu nema að kaupa fötin á strákana en það er ekkert sem að ég þarf að gera í dag. Brúðarmeyjarkjóllin hangir inni í skáp og skórnir eru komnir og sokkabuxurnar ( á Helenu ) þannig að það er nánast allt reddy. Við erum búin að fá matseðilinn hann lítur rosalega vel út og það ætla nánast allir að koma sem við bjóðum.
Andri er byrjaður á leikjanámskeiði þessa viku og ég mun sækja hann kl. 4 en hann er búinn að vera síðan kl. 9 í morgun. Vonandi er búið að vera gaman hjá honum. Alexander er búinn að vera á smíðavellinum síðan í síðustu viku og er að hafa mjög gaman af því enda hefur hann líka mjög got af því að gera eitthvað annað en að hanga inni í tölvunni. Helena er búin að vera nokkuð hress en hún er að byrja með ljótann hósta aftur svo að ég vona að hún fái nú ekki hita aftur og þurfi inn á spíalann aftur. Við verðum bara að halda í vonina,
En ég ætla að fara að drífa mig að sækja hana á leikskólann svo að ég kveð ykkur í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.