14.6.2008 | 18:23
Blekkingin tókst!
Jæja stelpunum tókst að blekkja mig á þessu. Ég var allavega ekki vakin í gærmorgun og ekki heldur í morgun svo að þetta mun þá bara koma mér á óvart. Ég er samt pínu vonsvikin en samt léttir af því að ég er komin með einhverja flensu drullu og er frekar slöpp. Ég fór samt í smá afmælispartý í gærkvöldi og var vara mjög gaman. Baldur var eitthvað þreyttur og var bara heima og fór snemma að sofa. Hann hefur ekkert smá gott af því að fá góðan svefn enda vinnur hann allt of mikið.
Alexander er bara orðinn nokkuð góður í hendinni og fór að hjóla með Baldri og Andra og svo eru Aron og Grímur líka að hjóla með þeim. Næsta keppni er 28 júní og ætlar Alexander að fá að taka þátt í henni. Það verður líklegast síðasta keppnin hans á þessu ári þar sem að við verðum úti þegar næsta keppni á eftir verður og svo verður hin þegar bróðir minn er að gifta sig og ekki megum við sleppa því að mæta í það.
Bróðir minn varð 35 ára í gær til hamingju með það elsku Hendrik minn. Ég hringdi auðvitað í hann í gær og óskaði honum til hamingju. Við hittum hann líklegast um næstu helgi og á er aldrei að vita nema að maður gefi honum kannski einn pakka en bara ef að hann er góður
En þar sem að ég er ekki beint í góðu standi til að sitja fyrir framan töluna út af höfuðverknum sem að ég er með út frá flensunni þá ætla ég að stoppa hér.
Athugasemdir
Það er motocross mót hér um Humarhátíðina, en ég veit ekki hvort það sé bara fyrir eldra fólkið.
En til hamingju með bróðir þinn og takk fyrir bloggvináttuna
Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.6.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.