12.6.2008 | 09:49
Þreytt
Ég endaði uppi á slysó í gærkvöldi með hann Alexander en hann datt á hjólinu sínu og lenti með hindina undir stýrinu eða flæktist eitthvað í það með þeim afleiðingum að hann er illa tognaður. Í fyrstu héldum við að hann væri brotinn af því að hann bólgnaði svo rosalega mikið og hratt en sem betur fer slapp hann við það. Það er eins gott að það sé ekki keppni framundan fyrr en eftir 2 eða 3 vikur af því að hann þarf að vera í umbúðum í viku og hvíla höndina í 2 vikur. Hann er auðvitað mjög svekktur og reiður að þetta skuli hafa gerst en hann vonandi lærir af þessu og fer varlega næst.
Við vorum ekki komin heim fyrr en kl. 2 í nótt þannig að hann sofnaði nánast strax en ég var eitthvað svo upp tjúnnuð að ég ætlaði aldrei að sofna en náði að gera það loksins .þegar kl. var orðin eða nálagt 4 í nótt. Svo þurfti ég að vakna með Helenu til að fara með hana á leikskólann kl. 8 í morgun en við svindluðum og hún kom ekki fyrr en kl. 9.
Ég verð svo að fara í dag og skipta kjólnum sem að ég var að kaupa á Helenu af því að hann er gallaður og ég ætla svo að fara að kaupa jakkafötin á strákana og ætla því að taka þá með í bæinn. Svo þarf ég að versla og gera helling í dag. Afhvelju þarf maður alltaf að hafa svona mikið að gera þegar maður er svona þreyttur
Ég heyrði svolítið alveg óvart í fyrradag Það er að það á að gæsa mig um helgina
Ég vona að það sé rétt en ég er samt drullu kvíðin um að þær geri eitthvað kvikindislegt við mig og ekki vil ég það þar sem að ég er mjög feimin týpa
En þetta verður örugglega mjög gaman og ég á örugglega eftir að skemmta mér frábærlega með stelpunum
Athugasemdir
Æi, greyið Alexander
vonum bara að hann nái að jafna sig fljótlega. Og góða skemmtun um helgina í gæsuninni 
Kveðja,
Bryndís, 12.6.2008 kl. 17:13
Æji, ekki gott að detta á hjólinu en gott að hann er óbrotin strákurinn.
'Omægot hvað ég vona að þetta verði skemmtileg helgi hjá þér gæsin mín
Góða skemmtun og njóttu gleðinnar.
Knúsiknús
Guðrún Hauksdóttir, 14.6.2008 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.