11.6.2008 | 10:00
Nóg að gera í dag en bensínið er svo dýrt!
Ég hef nóg að gera í dag. Ég þar að fara með Andra í bæinn og finna föt á strákana fyrir brúðkaupið og sömuleiðis finna kjól á Helenu. Svo þarf ég að kaupa plast á rúmið hennar svo að dýnan blotni ekki ef að slys myndi koma á nóttunni. En gallinn við að þurfa að fara í bæinn er að bensínið er orðið fokdýrt Þetta er ekki eðlilegt hvað verið er að hækka bensínið endalaust. Eru þessir
olíubarónar ekki alveg nógu ríkir og á ríkið ekki alveg nóg af peningum? Þarf ríkið t.d. að taka svona mikinn pening til sín af hverjum bensín lítra. Æji núna fer ég að bölva því í sand og ösku að hafa flutt svona langt frá bænum. En ég verð bara að læra að keyra á löglegum hraða núna og ekki er það slæmt hehehe.
En er Ísland ekki bara farið á hausinn? Krónan er orðin svo lág að ég er svona 150% viss um að evran verði komin hingað innan 5 ára. Ég er ekki sú gáfaðasta þegar talað er um fjármál og vísitölu þetta og vísitölu hitt en þegar ég var að horfa á fréttirnar um daginn á stöð 2 þá var talað um að vísitalan væri komin niður fyrir 2 eða 3 % Eitthvað segir mér að það sé ekki gott. Svo er dollarinn komin upp í 78 krónur úfff eins gott að við séum búin að kaupa eitthvað af honum
Ég ætlaði nú ekki að hafa þessa færslu leiðinlega en hún er orðin það Þetta bara pirrar mig óendanlega að geta ekki lengur skroppið í bæinn án þess að fara hreinlega á hausinn. En kannski verður maður bara að byrja á því að gera eitthvað heima hjá sér í stað þess að fara alltaf í bæinn að vesenast.
Alexander er byrjaður á smíðavelli og verður þar næstu 2 1/2 vikuna og Andri byrjar á leikjanámskeiði eftir helgi.Mér finnst hálf asnalegt að hann megi ekki smíða líka en svona er þetta bara og ég fæ engu ráðið um það frekar en vanalega. Hmmm kannski að ég ætti að baka t.d. eitt stk brauð í dag, það er hugmynd En eitt er víst og það er að ég ætli að hætta þessu tuði og fara að koma mér af stað með að gera eitthvað.
Sjáumst eða heyrumst eða lesumst
Athugasemdir
Guðrún Hauksdóttir, 14.6.2008 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.