10.6.2008 | 19:56
Kominn tími á smá blogg
Ég er enn lifandi þrátt fyrir blogg leti. Eftir keppnina á laugardaginn er ég búin að bera mjög þreytt eitthvað og ekki nenti að blogga enda ekki um mikið að tala. Helena er enn bleyjulaus og gengur bara mjög vel. Hún blotnar ekkert yfir daginn en hún sefur með bleyju af því að þó svo að hún gerir aldrei neitt á nóttunni heldur þá vil ég samt vera búin að redda mér plasti á rúmið ef að myndi koma slys. En Baldur er núna að hjóla með Alexander enda er hann að æfa hann fyrir næstu keppni. Við vorum að hugsa um að leifa honum að taka þátt í enduru á Akureyri næstu helgi en þar en að bensínið er orðið svo ógeðslega dýrt verðumvið að hætta við þetta alla vega þessa helgi
En ég læt þetta vera extra stutt í dag af því að ðég ætla að koma henni í rúmið snemma.
Athugasemdir
Veistu, þeir eru of ungir fyrir enduroið finnst mér, eldri strákurinn minn tók þátt í einu enduroi þegar hann var 13 eða 14 ára og sagði eftir það, þetta geri ég ALDREI aftur. Friðgeir tók þátt í Bolaöldu enduroinu um daginn, gekk alveg ágætlega reyndar, (var samt frekar aftarlega þannig) þangað til keðjusleðinn brotnaði á hjólinu og þá var það búið
Næst á dagskrá er svo bikarmótið í Bolaöldu 21 júní og svo Álfsnesið 28 júní, gaman gaman
Fylgstu svo með www.motomos.is við erum að fara opna nýja æðislega braut næstu daga, erum að bíða eftir leyfi frá lögreglunni, vonandi kemur það á morgun 
Hjólakveðja,
Bryndís, 10.6.2008 kl. 21:13
Sorry, ætlaði ekki að skrifa ritgerð, hehe
Bryndís, 10.6.2008 kl. 21:13
Já veistu að ég er sammála þér með að hann er allt of ungur fyrir enduro þannig að ég er fegin að við förum ekki með hann.
Þú ert bara eins og ég ég skrifa alltaf ritlegð í commentin hehehe.
Vonandi fáið þið leifi af því að mér lýst mjög vel á nýju brautina. og svo er hún líka svo stutt frá okkur
Hulda Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 21:39
Já held að leyfið sé pottþétt, bara tekur tíma, kemur vonandi á morgun eða hinn. Og svo hittumst við uppfrá, ég verð með kaffið
hehe
Bryndís, 10.6.2008 kl. 21:57
Gott að heyra af ykkur.......Helena er bara duglegust
Guðrún Hauksdóttir, 10.6.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.