6.6.2008 | 23:13
Sólbrekka á morgun
Stressið hjá Alexander er orðið rosalega mikið. Hann er að fara að keppa í fyrsta skipti og er mjög stressaður skiljanlega. En ég hef alveg trú á því að hann á eftir að standa sig vel. Ég er búin að vera að reyna að fá fólk til að koma og hvetja hann en veðrið á morgun er ekki upp á marga fiska svo að ég stór efa að það séu margir sem nenna að koma. Það sendir þá bara hvatninga strauma í staðin
En í dag er 4 dagurinn sem að Helena er bleyjulaus og gengur bara mjög vel. Hún er reyndar með bleyjuna á nóttunni enda drekkur hún ansi mikið þá því miður en í dag bleytti hún buxurnar 5 sinnum sem er nokkuð mikið en þetta er samt allt að koma hjá henni. Hún vill ekki bleyjuna lengur sem bendir til þess að hún sé alveg tilbúin að hætta enda kominn tími til. Hún er núna hjá ömmu sinni og afa vegna þess að það gengur aldrei að vera með hana á keppninni á morgun enda er hún allan daginn. Við þurfum að vakna kl. 7 og leggja af stað í síðasta lagi kl. 7:45. Tímatakan byrjar kl. 9:45 og keppnin sjálf er kl. 12:45. Þetta er svo allt búið kl. 17:30. Ég veit að við verðum alveg dauðuppgefin á morgun þegar við komum heim enda ætlum við líka bara að slappa vel af á sunnudaginn.
Ég var bara heima í dag og náði að hvíla mig ágætlega enda mjög þreytt en ég varð samt að skreppa inn í Mosó til að kaupa nærbuxur á hana Helenu af því að nú þarf hún að hafa nóg til skiptana á leikskólanum og heima líka. Ég keypti prinsessu nærbuxur þannig að hún tímir ekki að bleyta þær hahaha hún er svo mikið krútt.
Andri vildi líka gista hjá ömmu sinni og afa en svo þegar við vorum á leiðinni þangað hætti hann við og vildi koma með á keppnina á morgun. Ég gat ekki neitað honum um það en ég skírði það fyrir honum að hann mætti þá ekkert vera að væla, betla eða vera með frekju. Hann verður að klæða sig vel og hlíða okkur í einu og öllu. Hann sagðist ætla að gera það og ég vona að hann standi við það.
En jæja ég er að spá í að fara að sofa svo að ég verði hress á morgun.
Athugasemdir
Minn er líka orðinn rosa spenntur, en fyrsta mótoið hjá þeim er kl 12:30
Sjáumst á morgun, ég verð í Honda pittinum, eða út um allt eins og ég er vön, hehe
Hjólakveðja,
Bryndís, 6.6.2008 kl. 23:41
Mikið vona ég að þínum prinsi gangi vel í dag
Guðrún Hauksdóttir, 7.6.2008 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.