5.6.2008 | 14:34
Núna verð ég að taka mig á ;o(
Ég fór í morgun að láta stytta kjólinn og í ljós kom að ég eer búin að bæta heldur betur á mig. Það þarf að víkka hann um 12 sm Núna ætlum við Helga vinkona að fara út að labba daglega og taka okkur á, hún að styrkja sig og ég að grenna mig. Reyndar getur verið að sterarnir séu að valda því að ég hafi blásið út og svo auðvitað er það namminu að kenna líka og gosinu. Ég er því hætt öllu gosi, nammi of allri óhollustu og farin að hreifa á mér rassgatið og hananú.
Ég var næstum farin að gráta þegar hún sagði allt í einu " nei nei hvað hefur gerst eiginlega " ég leit á hana og sagði við hana frá sterunum og þá sagði hún í sínum leiðinlega tón " ég þarf að víkka hann um 12 sm. og ég efast um að það sé hægt ". Er ekki hægt að segja þetta með betri tón og mildari? Helga vinkona varð ekkert smá hneyksluð. Hún sagði mér þá frá því að systir hennar hefði hætt við að láta laga kjólinn sinn þarna og farið með hann eitthvað annað bara út af því hvernig kerlingin kemur fram við kúnna sína sem eru ekki tágrannir Ég vorkenni svona fólki, það á bara virkilega bágt og undir niðri er það óöruggt og einmanna. ( Ég kannski horfi aðeins of mikið á Opruh ).
En vá rigningin sem er úti núna OMG hvað ég varð blaut á því að hlaupa úr úr bílnum mínum og inn í húsið mitt. Ég ætla alla vega ekki að hlusta á lagið " Mér finnst rigningin góð " núna. En þetta er gott fyrir gróðurinn er það ekki! En þetta er ekki gott fyrir mig, ég vil fá sólina til að skína á mig og ilja mér. En við getum sko ekki alltaf fengið það sem að við viljum og ekki heldur litið út eins og við viljum því miður. En ég ætla að fara að drífa mig í þurr föt áður en við eigum að mæta upp í skóla.
Athugasemdir
Hann er 19 júlí
Hulda Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 22:49
OMG.....láttu ekki einhverja kjéllu út í bæ segja þér hvernig þú átt að vera
hún greinilega kann sig ekki :( Taktu þessu nú ekki nærri þér, kjóllinn hefur bara skroppið eitthvað saman frá því þú mátaðir hann síðast :) hahaha.......vertu bara eins og þér líður best,,,kallinn elskar þig eins og þú ert svo láttu nokkur aukakíló ekki plaga þig
Hafðu það gott
Guðrún Hauksdóttir, 6.6.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.