5.6.2008 | 09:48
Ég er í svo góðu skapi ;o)
Ég fann korselettu í gær í búð sem er í Glæsibæ og hún kostaði ekki nema 4990 kr. með buxum. Ég er sem sagt búin að fá ódýra skó og korselettu fyrir innan við 10.000 kr. Ég er sem sagt mjög ódýr í rekstri og sannar þetta það finnst mér
Ég ætla að fara með kjólinn á eftir í styttingu og *hóst*víkkun *hóst* og ætlar hún Helga mín að hitta mig þar og vera með mér. Hún er svo spennt að sjá kjólinn enda er hann líka geggjaður hann er svo flottur
Svo kl. 15:00 í dag erum við strákarnir að fara að sækja einkunnirnar. Það er eins gott að þeir hafa staðið sig vel enda vita þeir það að ef að þær eru ekki góðar þá verður ekkert hjólað í sumar. Ég er samt næstum viss um að Alexander hafi staðið sig mjög vel nema kannski í íslenskunni en þetta á allt eftir að koma í ljós á eftir.
En ég ætla að drífa mig í sturtu áður en ég fer úi bæinn svo að ég læt þetta gott heita í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.