3.6.2008 | 16:20
AAAAAAAAAAAAA
Heyrðuð öskrin í mér? Ég fór með sjálfa mig til læknis í dag og fékk að vita það að ég er með svona mikið ofnæmi fyrir einhverju sem að ég hef ekki hugmynd um hvað er þannig að núna er ég komin á ofnæmislyf og einhver sýklalyf líka til að vera pottþétt um að þetta lagist En þegar ég er á leiðinni út úr húsi í morgun hringir kennarinn hans Andra og biður mig um að koma undir eins að sækja hann af því að hann er allur út í einhverjum skellum út um allan líkamann þannig að ég lét auðvitað kíkja á hann í leiðinni. Útkoman var sú að hann er með eitthvað sem er kallað fimmta veikin
Ég held að læknavísindin séu uppiskoppa á nöfnum núna. En þetta er eitthvað sem lýsir sér þannig að börn sem og fullorðnir geta fengið þetta og þá er þetta kvef eða hálsbólga fyrst og eða bara hiti og útbrotin koma síðast og læknirinn sagði að þá væru þau hætt að smita
Ég ætla samt að passa upp á að Helena geti ekki fengið þetta. Ég vil ekki komast að því hvernig hún verður ef að hún smitast.
Alexander er að klára námskeiðið í dag og er hann búinn að standa sig alveg frábærlega vel. Kennarinn hans er búinn að hrósa honum alveg helling. Þeir eru ekki búnir að vera nema 3 á námskeiðinu sem er mjög gott af því að þá taka þeir líka besta eftir. Baldur varð að kaupa nýjar krossara buxur á hann í gær af því að hann datt þrisvar sinnum í brautinni og reif þær alltaf eitthvað smá í hvert skipti þannig að það endaði með því að þær rifnuðu það mikið að ekki var séns að laga þær aftur. Svo náði hann að kengbelgja stýrið þannig að hann varð að fá nýtt stýri líka og ný gleraugu þannig að hann er vel búinn fyrir keppnina. Svo er bara að standa sig í henni
Helena er bleyjulaus eins og er og vonandi fattar hún að láta mig vita þegar hún þarf að pissa eða kúka. Ohhhh vonandi er þetta að koma hjá henni loksins ég alla vega x fingur og vona það besta. Bleyjur í dag eru svo fok dýrar að maður tímir varla að kaupa þær lengur hvað þá allt annað sem er búið að hækka upp úr öllu valdi.
Ég er loksins búin að kaupa mér skó við brúðarkjólinn og mikið er ég ánægð með þá. Ég ætlaði að kaupa mér korselettu líka en það var ekki til í minni stærð Ég verð að fara þá eitthvað annað að finna mér svoleiðis en ég veit ekki um neina svona búð nema þessa sem er í Kringlunni. Ef að þið vitið um einhverja svona búð endilega segið mér hvert er best að fara og hvar búðin er þá.
En ég ætla að hætta núna og fara að sinna litlu drottningunni á heimilinu sem er að biðja um þjónustu.
Athugasemdir
Öll mín börn nema stubbalingur hafa fengið fimmtu veikina ;( en gott að þú sért komin á ofnæmislyf,getur ekki verið gott að vera svona.
Helena á eftir að rúlla þessum bleyjuhættingi upp, svo klár stúlka :)hehe
Korselett færð þú í búð í hafnarfirðinum sem heitir...................... ææji ég man það ekki í augnablikinu hvað búðin heitir , læt þig vita á morgun
hahaha
Guðrún Hauksdóttir, 4.6.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.