Þá er skráningin yfirstaðin loksins

Það er búið að taka þessa blessuðu skráningu í keppnina allt of langan tíma en þetta tókst loksins í dag. Ég fékk númerið 527 handa honum sem mér finnst bara mjög flott númer af því að hann á jú afmæli 27 febrúar en hann varð að fá númer sem var 501 og yfir. Hann vildi þá fá 577 en það var farið og þá vildi hann 567 og að sjálfsögðu var það líka farið þannig að 527 varð fyrir valinu. / er happatalan hans segir hann þannig að hann vildi fá eitthvað númer sem innihélt töluna 7 í.

Æfingin er búin að ganga mjög vel hjá honum en hann er búinn að vera í allan dag í helli rigningu í Bolöldu en á meðan er búið að vera þurrt hér heima nánast í allan dag. Ég fór í bæinn í morgun og verslaði regngalla á hann en hann vildi svo ekkert nota hann þannig að ég hefði betur getað sleppt því að kaupa hann en það er alltaf gott að eiga eitt stk. regngalla/vindgalla.

Ég er búin að vera bölvandi því í nokkra daga að ég væri komin með unglingabólur í andlitið og þá er ég að tala um að ég sé gjörsamlega að drukkna í þeim. Nema hvað að ég fór í apótek í dag til að kaupa eitthvað til að losna við þetta og þá sögðu þær mér að drífa mig til læknis af því að þetta liti út eins og vírusSick Ég sem sagt þarf að fara til doxa á morgun til að fá eitthvað til að losna við þetta. Þetta er í hársverðinum og allt ojjjjjj bara og mér er svo ill í þessu og þetta pirrar mig þvílíkt að ég er að geggjast. Þetta er svo tíbýst að svona komi fyrir mig urrrrrrDevil. Það er eins gott að ég verði orðin góð þegar ég gifti mig og helst fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Frábært að hann skuli vera ánægður með töluna sem hann fékk :) vonandi gengur honum vel

Jahérna, þú verður að skella þér til doksa á morgun því ekki viltu vera eilífðar unglingur  hahaha......getur ekki verið gott að vera svona útsteyptur í einhverjum útbrotavírusbólum :(

Annað það fást held ég klappstýru dúskar í toys"R"us  hahaha hann yrði nú ánægður með kjelluna ef hún mætti með dúska til að styðja hann:)

Guðrún Hauksdóttir, 2.6.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.