Síðasta skólavikan og motocrossið komið á fullt

Jæja þá er Andri að klára fyrsta skólaárið og strax farinn að tala um að hann sé að fara að byrja í 2 bekkWink Alexander er búinn að fá frí í dag og á morgun af því að í gær byrjaði hann í 3 daga motocross æfingu/þjálfun og þvílíkt stuð á mínum stóra manni/ unglingSmile Aron vinur hans er líka byrjaður þannig að þetta er enn meira gaman og þvílíkt keppnisskap í þeim báðum. Ég þurfti samt að fara ð kaupa regngalla á hann í morgun af því að það er helli demba í Bolöldu og þá er gott að hafa regngalla til að smeygja sér í yfir kross gallann.

Hendrik bróðir og Drífa kíktu á okkur í gær með smá pakka handa Helenu og var hún bara mjög ánægð með regnkápuna sem hún fékk enda líka æðislega flott. Síðan komu Rikki frændi og Íris konan hans með litlu krúsirnar sínar tvær og þá var sko fjör hjá Helenu að fá félagsskap tvo daga í röð frá jafningjum sínum. Arna dóttir þeirra er nefnilega jafn gömul Helenu og þær náðu bara nokkuð vel saman. Þær fengu allar að fara á krossarann hennar Helenu og það fannst þeim sko ekki leiðinlegt, þær hlógu og skræktu allan tíman og skemmtu sér mjög vel. Það má því segja að helgin hafi bara verið mjög skemmtileg í alla staði hjá Helenu Ósk.

En ég ætla að fara að drífa mig í búð núna og fara svo heim að leggja mig til að losna við hausverkinn sem er að hrjá mig þessa stundina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Já,,,,, mín skotta er alveg eins ,búin með fyrsta skólaárið og bara byrjuð í 2 bekk  hahaha... gott að skottan hafi átt yndislega helgi :)

Mín börn eru búin í skólanum og er ég alltaf jafn fegin þegar skólaárinu líkur ,finnst einhvern vegin mikill léttir þegar öll próf eru yfirstaðin :) það er svo gaman að vera saman á sumrin

Guðrún Hauksdóttir, 2.6.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Eru þín börn búin í skólanum! Það er öll þessi vika eftir hjá strákunum mínum.

En þessir dagar verða fljótir að líða og þeuir verða búnir áður en þeir geta sagt Ó NEI skóli aftur.

Hulda Sigurðardóttir, 2.6.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.