Hún heppnaðist frábærlega

Ég var með veislu í gær fyrir hana Helenu og hún heppnaðist frábærlega. Ég ætlaði að vera bara með hollustu en þetta endaði með því að ég var með tvær rjómatertur, eina skúffuköku, osta og snakk  og svo nammi. En það voru allir mjög ánægðir með þetta og það kláraðist næstum Það komu ekki allir en flestir samt. Helena var ekkert smá ánægð með það sem að afi hennar gaf henni en hann gaf henni eldhúsdót þ.e. ristavél, hraðsuðuketil bolla og diska og hnífapör. Sú er búin að sulla hahaha. En svo fékk hún æðislega lopapeysu frá Lilju systir en hún var ekkert allt of ánægð með hana en ég held að það lagist fljótt hún var bara orðin uppgefin eftir veisluna. Hún fékk húfu og vettlinga frá Öldu, Brynjari og stelpunum, Bók frá Henni ömmu og Sigga afa + sæng og kodda og sængurver og Dóru dúkku já mikið ég veit. Frá Ómari og Siggu plat ömmu og afa fékk hún pening fyrir einhverju sem að hana langar í og stuttbuxur og bol frá Hlín langömmu og litla dúkku frá lilju langömmu. Sem sagt hún fékk alveg yfirdrifið nóg af öllu. Hún var mjög dugleg að leika sér úti í góða veðrinu ( það var samt frekar kalt ) og að leika við Höllu Margréti. Þær eru orðnar miklar vinkonur loksins.

En ég var heldur betur þreytt eftir gærdaginn og Helena líka. Helena sofnaði um 19:30 og ég fór inn í rúm kl. 23:30 en gat svo ekki sofnað út af því að ég var of þreytt held ég. En í dag er fyrsti dagurinn á námskeiðinu sem að Alexander er að byrja á en hann er á námskeiði á krossara og vonandigengur honum vel Fíntað láta hann á námskeið fyrir keppnina. Það er í 3 daga og 6 tíma í senn. Ég ætla að rúlla uppeftir á eftir og kíkja aðeins á hann og sjá hvernig gengur. Ég ætla svo að rúlla heim aftur að klára að ganga frá eftir afmælið þó að það sé svo sem ekki mikið eftir að gera þá vil ég gera fínt hjá mér.

Í fyrradag var ár síðan Ásta Lovísa vinkona lést úr krabbameini og ég er að spá íað fara með blóm á leiðið hennar í dag. Hennar er sárt saknað af öllum sem elskuðu hana og hún kenndi öllum svo margt og þar á meðal mér og það sem að ég lærði mest af henni er að taka hverjum degi sem mínum síðasta og þá meina ég að meta það sem að maður hefur og vera ánægður með það. Við lifum bara einu sinni í þessum líkama og við eigum að varðveita hann og alla í kringum okkur elska og meta.

En hún Helena Ósk og ég biðjum að heilsa í dag og við eða ég öllu heldur skrifa meira og kem kannski með myndir frá námskeiðinu á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Mikið gott að veislan hennar heppnaðist svona vel  alltaf rosalega gaman að halda uppá afmæli barnana.....

Æji hvað ég finn til með börnunum hennar Ástu, vona að þau hafi það gott þessi duglegu börn.....fylgdist með henni og finnst manni ekki eins og það sé eitt ár frá því hún kvaddi þessi mikila HETJA. Hún breytti lífi ansi margra.

Knús á ykkur duglegu mæðgur

Guðrún Hauksdóttir, 2.6.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband