29.5.2008 | 16:59
Skjálftinn :oS
Skjálftinn fannst sko vel á Kjalarnesinu og ég hreinlega nötra ennþá. Ég var í heimsókn hjá vinkonu minni þegar hann reið yfir og við héldum að þakið væri að fara þannig að við hlupum út eins og ég veit ekki hvað. Þetta var ekki besta tilfinning sem að ég hef fundið. Úfff vonandi verða ekki fleiri svona skjálftar. Ég heyrði það í fréttum að það hafi eitthvað af fólki slasast en ég vona að það hafi ekki verið neitt alvarlegt.
Úfff ég er bara í sjokki ennþá. Alexander var einn heima þegar skjálftinn gekk yfir en hann er voða rólegur samt annað en Andri greyið sem brá svolítið mikið. Ég fór beint að sækja Helenu og dreif mig heim og ég er búin að vera í símanum síðan við mömmu, tengdó, Baldur og ömmu. En ég ætlaði að láta fréttina sem er inni á www.visir.is en þetta kemur í fréttunum í kvöld þannig að ég ekkert að setja það hingað inn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.