Sólardagur 2 ;o)

Ég elska sólina og ég verð alltaf mikið glaðari þegar ég sé þá guluSmile Ég er nefnilega búin að kaupa mér nýja snúru til að hafa úti og ég get því hengt út aftur og ég elska lyktina sem kemur af þvotti sem er þurrkaður úti. Það þarf ekki mikið meira til að gleðja mig hehehe. Í gær t.d þegar Helena var búin á leikskólanum fór hún út með nýja tjaldið sem að hún fékk frá Spron fyrir að hafa lagt inn peninginn sinn og henni þótti .það sko ekki leiðinlegt. Hún elskar að vera úti en um leið og það kemur smá blástur á hana vill hún koma inn. Hún byrjar alltaf að hósta um leið og hún fær smá blástur framan í sigErrm Skrítið já en ég vil ekkert vera að gera eitthvað mál út af því. Börn eru jafn misjöfn og þau eru mörg ekki satt.

En ég ætla út á eftir að setja niður kartöflurnar sem að ég var byrjuð á fyrir rúmri viku og ég á eftir að setja niður 1 og 1/2 poka úfff þetta er hellings vinna en uppskeran er þess virði. Ég elska glænýjar kartöflur með grillmat ummmmmmmm nammi gott. Ég er að fara í búð á eftir og ég er að spá í að kaupa eitthvað gott á grillið og grilla handa bóndanum og krökkunum. Það eru allir svo hrifnir af grillmat á þessu heimili.

Á morgun fer ég með lubbana mína tvo í klippingu og ég er að spá í að láta krúnuraka Andra en Alexander vill alltaf vera eins en ég ætla að heimta að það verði tekið meira en vanalega. Ég meina það er nú einu sinni komið sumar og þá á maður ekki að vera með lubba.

Hann fór í gær að hjóla með pabba sínum aðeins að æfa sig fyrir keppnina en pabbi hans ætlar svo með hann í Sólbrekku um helgina af því að keppnin verður þar. Honum á eftir að ganga vel held ég bara þó svo að hann hafi enga trú á því af því að hann hefur aldrei hjólað áður í Sólbrekku en þetta er svo fljótt að koma. Ég hef sko trú á mínum manni stóra stráknum mínum. Sem minnir mig á að ég verð að fara að redda klappstýrugallanumWink hahaha nei nei ég var búin að lofa honum að vera góð.

 En ég er farin að setja niður kartöflur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband