28.5.2008 | 17:28
Styttist í þetta
Ég fór í dag að panta blómin í skreytingarnar og þetta er ekkert smá dýrt. Ég ætlaði að panta 1 búnt af stórum rósum og tvö af litlum og síðan ætlaði ég að panta lítil bleik blóm til að skreyta háborðið með og þetta gerði heilar 37 þús. kr. Úff ég held að ég verði að fara að hugsa þetta betur. Það kostar allt of marga peninga að gifta sig í dag. En ég geri þetta bara einu sinni og svo aldrei aftur.
Ég fór í saumaklúbb í gær loksins eftir margra mánaða hlé og mikið var nú gaman að hitta allar stelpurnar aftur. Ég var komin heim um kl. 12 í gærkvöldi og gat ekki sofnað þrátt fyrir geðveika þreytu fyrr en kl. 4 í nótt Ég er búin að vera svo syfjuð í dag að ég er bara heppin af hana hitt heim þegar ég var að koma úr bænum. Ég steinsofnaði þegar ég kom heim og svaf í 2 og 1/2 tíma sem var bara mjög gott.
Helena er búin að vera voða lítil á leikskólanum og vill bara láta stelpurnar vera með sig í fanginu allan daginn, ekki gott En ég er farin að elda svo að ég skrifa ekki meira í dag enda litla skottan farin að væla um að fá mig til að taka einhverja könguló ( sénsinn ).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.