Svindl?

Á mað'ur að kalla þetta svindl eða eru það bara við sem erum svona tapsár sem gerum það. Mér fannst þessi kosning í Eurovision allt of fyrirsjáanleg. Ég meina þulurinn vissi nákvæmlega hver myndi fá 10 og 12 stigin frá hverju landi. Æji mér finnst alveg vera kominn tími á að Ísland hætti þátttöku í þessari pólitísku keppni. Við erum bara að hafa okkur að fíflum. Ég var samt mjög ánægð með frammistöðu okkar núna og þau voru Íslandi til sóma í klæðaburði sem og framkomu. Ég segi bara til hamingju með allt saman íslendingar.

En hún Helena heldur batanum áfram sem er frábært og ég held að ég leifi henni að fara á leikskólann á morgun með ís svo að hún fái nú kórónuna sem búið er að búa til handa henni. Svo eru amma hennar og afi að koma heim í dag og á ég von á því að hún fái nú einn lítinn pakka frá þeim. Hún var sko ekki sátt í gær þegar hún fékk bara 3 pakka en ekki fleiri. En hún á eftir að fá meira um næstu helgi. Mér finst alveg ótrúlegt hvað börn eru fljót að komast upp á lagið með að vilja meira af pökkum og að vita hvað þau vilja. Hún er sko ákveðin lítil snót litla Rauðkan mín.

En þetta er síðari dagurinn í torfærunni þannig að' Baldur kemur vonandi ekki seint heim. Ég er að fara með saumaklúbbnum í leikhús í kvöld að sjá " Mamma mamma " þannig að ef að hann verður ekki kominn heim þá ætla ég að ath hvort að krakkarnir megi vera hjá mömmu og pabba þangað til að hann kemur.  Þó svo að Alexander ætti nú alveg að getað passað þangað til að hann kemur þá vil ég biðja þau út af því að Helena er búin að vera svo lasin.

En það er komin stera tími hjá Helenu svo að ég hætti hér með einni spurningu. Á Ísland að hætta þátttöku eða ekki? "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Nei, Ísland á alls ekki að hætta þáttöku í þessari keppni...

Guðrún Hauksdóttir, 25.5.2008 kl. 11:57

2 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Kannski ekki en ég væri alveg til í að reyna að breyta þessu eitthvað.

 Það er ekki eðlilegt að þulurinn viti fyrirfram hvað hvert land fær mörg stig og að það séu alltaf sömu löndin sem vinna

Hulda Sigurðardóttir, 25.5.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband