23.5.2008 | 15:42
Jæja vonandi er þetta að verða búið núna
Helena fór aftur upp á spítala í morgun og erum við bara nýkomnar heim aftur eftir margra klukkutíma törn í þetta skiptið. Í dag fékk hún aftur sýklalyf í vöðva á báðum lærum, astmapúst í gegnum friðarpípuna og stera. Svo fengum við stera með heim af því að hún er komin með hættulega mikinn astma út frá lungnabólgunni þannig að lungnapípurnar eru orðnar allt og þröngar og þar af leiðandi þarf hún þá. Ef að hún skánar ekkert eða ef að hún versnar meira um helgina eigum við að koma aftur uppeftir. En ég held að hún fara nú að komast á rétt ról og þurfi ekkert að fara upp á spítala aftur 7,9,13.
Ég var að vonast til að Hendrik bróðir gæti kannski passað fyrri mig á morgun svo að ég kæmist á torfæruna með Baldri en vinkona Drífu var að deyja þá skil ég það svo vel að þau treysti sér ekki til þess. Ég get svo sem alltaf farið seinna á torfæruna.
Ég veit að Alexander langar svo að komast í Sólbrekku um helgina og ég væri alveg til í að fara með hann ef að ég gæti en við verðum bara að bíða þar til eftir helgi og þá kemst líka Baldur með og Helena verður vonandi orðin hress þá.
En hún á svo afmæli á morgun svo að þó svo að ég verði ekki með veisluna á morgun þá ætla ég nú að baka eina afmælisköku handa henni og strákunum. Svo fær hún alla vega tvo pakka á morgun frá okkur eða einn frá okkur Baldri og einn frá strákunum. Sú á eftir að verða lukkuleg með það sem að hún fær enda þegar ég spyr hana hvað hana langi í segir hún alltaf Dóru. Henni er alveg sama hvað það er í rauninni bara svo lengi sem að það er eitthvað með Dóru.
En svo á morgun er líka eurovision og væri ég alveg til í fá fólk í grill og smápartý en við verðum bara að sjá til hvernig morgundagurinn æxlast og ef að Helena verður ekki of slöpp þá má alveg skoða það hvað við gerum.
En ég ætla núna að fara að leira með henni Helenu minni í smá stund og fara svo að taka smá til eftir strákana.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.