22.5.2008 | 21:19
Áfram Ísland
Loksins komust íslendingar áfram í eurovision. Þau voru reyndar mjög flott á sviðinu og mörg hinna laganna mjög léleg. En ég er nú engin eurovision fan en ég horfi á þetta þegar ísland er með.
Helena er ekki búin að hækka neitt í hitanum í dag frá því við komum heim af spítalanum í dag en þar var hún með 6 kommur þannig að ég ætla að leifa mér að segja að vonandi er þetta að verða búið loksins. Hún datt úr sófanum áðan enda hún og Andri búin að vera með hamagang og svo um 15 mín seinna labbaði hún á kommóðuna og rak höfuðið í ááááiiiii getur ekki hafa verið gott. Hún er komin með litla kúlu á hnakkann og eina hjá gagnauganu. Litli klaufinn minn.
En þegar ég var á leiðinni upp á spítala í dag og var alveg að verða komin að Höfðabakkabrúnni stoppaði öll umferð út af slysi sem átti sér stað þar sem að einhver fór yfir á vitlausan vegahelming og lenti framan á stórum pallbíl. Ég fæ alltaf í magann þegar ég sé svona slys og fæ nánast tár í augun. Ég er eitthvað voðalega viðkvæm þessa dagana sérstaklega og það er eitthvað voðalega stutt í grátinn en ég túlka það þannig að þetta sé bara út af ofþreytu og ég ætla að heimta gott frí eftir þessa viku enda á ég það svo skilið. Helga vinkona er að fara til Spánar í nótt ( öfund ) og mikið væri ég til í að vera fara með henni. En við erum víst að fara til Orlando eftir nokkrar vikur vonandi fyrr heldur en seinna þannig að þar ætla ég sko að fá að hvíla mig en við förum bara með strákana en Helena verður hjá ömmu sinni og afa á meðan. Við verðum líklegast í 10 daga þannig að ég get ekki beðið.
En jæja núna er ég búin að skrifa tvisvar á dag í tvo daga þannig að það er nóg að lesa fyrir ykkur sem nennið að hafa fyrir því.
Athugasemdir
Áiiii ekki gott að vera svona mikill hrakfallbálkur :) Gvuuuð hvað ég öfunda þig af því að vera á leið út í sólina......glæsilegt fyrir þig að fá smá frí og afslöppun, ekki veitir þér af
Vonandi að snúllan haldist hitalaus :)
Guðrún Hauksdóttir, 23.5.2008 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.