Það er eins gott að segja ekki neitt!

Um leið og ég var búin að skrifa síðustu færslu um hvað ég var ánægð með að Helena væri orðin hitalaus og allt þetta jákvæða þurfti hún að rjúka upp í hita aftur. Við enduðum niðri á Barnaspítala í gærkvöldi þegar hún var komin með 38,8 og ljótari hósta en hún hefur nokkri sinni fengið. Í ljós kom að hún er með tvo ljóta enh ekki stóra bletti á öðru lunganu þannig að eftir 4 klst bið fékk hún sýklalyf í vöðva. Læknirinn reyndi að gefa henni í munninn þrátt fyrir að ég var búin að segja honum að það myndi ekki ganga en hann sá af sér að lokum. Eftir tvöfaldan skammt í sitthvort lærið þurftum við að bíða í 20 mín í viðbót áður en við fengum svo loksins að fara heim. Við vorum komnar heim kl. 2:45 í nótt og þurftum svo að mæta aftur í morgun til að leifa einum lækni til viðbótar að skoða hana. Við þurftum bara að vera á spítalanum í klst í dag en við eigum svo að koma aftur í fyrramálið kl. 10 og hitta hann Ásgeir. Ég ætla bara að biðja hann um að taka aftur blóðprufu af henni og láta fara vel yfir hennar mál. Ég er orðin svo langþreytt á þessu endalausa veikindaveseni og ekki hjálpar það að vera að standa í þessu ein núna af því að Baldur er fastur fyrir austan að hjálpa Gísla. Ég vona bara að hitinn haldist áfram að fara niður hjá henni og að þetta sé að verða búið.

Á laugardaginn er svo hátíð  hjá UMFK eða ungmenafélagi Kjalarnes og þá verður hátíð en félagið er 70 ára á laugardaginn. Ef að Helena verður hitalaus á morgun getur verið að ég kíki með strákunum í smá stund en ég vildi samt frekar vera með Baldri á torfærunni um helgina en þar sem að við höfum engan til að passa fyrir okkur verð ég að vera heima eins og alla aðra daga. Vá hvað ég á skilið smá frí núna. En ég er að fara í leikhús á sunnudaginn með stelpunum í saumó þannig að ég ætti að fá smá frí þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband