Hitalaus :o)

Helena er búin að haldast hitalaus í allan dag og ég get ekki verið ánægðari. Reyndar er hóstinn gelltandi ljótur en við vonum bara að það fari að lagast. Ásgeir hringdi í mig í dag og sagði mér að koma með hana ef að hitinn kemur aftur en hún er skráð hjá þeim núna til öryggis. Hún er búin að vera mjög hresss í dag þrátt fyrir hvað hóstinn tekur á þannig að ég er vongóð um að þetta sé að verða búið. Ég ætla samt að fresta afmælinu um viku svo að hún verði pottþétt góð. Svo er svo mikið um að vera á laugardaginn í sambandi við strákana og fótboltann þannig að þetta er bara gott mál að hætta við.

Ég er með heimilishjálpina í gangi núna, þvílík snilld sem hún er. Þetta er já Irobot og hún tekur öll hundahárin og kuskið sem er endalaust á þessu heimili. Enda er andrúmsloftið búið að lagast 100 falt síðan við fengum hana. Svo er víst að fara að koma skúringavél líka og Baldur er búinn að tala um að kaupa svoleiðis en ég held að ég skúri alltaf best og vill helst bara halda mig við það og svo er það líka mikið ódýrara. En aldrei að segja aldrei ég væri vís með að gefa eftir.Ég er eitthvað svo eftirgefanleg hahaha.

En Baldur er enn í Þorlákshöfn að hjálpa Gísla með bílinn þannig að hann verður eitthvað frameftir eins og í gær. Ég ætla bara að fara að horfa á Antm og Gris´s og láta krakkana fara að sofa enda þurfa strákarnir að vakna snemma á morgun í skólann.

Bless í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Æðislegt að skottan sé orðin hitalaus  .....'eg er búin að eiga svona irobot í næstum ár og nota það mikið, frábær græja.

Kærleiksknús

Guðrún Hauksdóttir, 22.5.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband