Betri fréttir

Það er svo skrítið hvað hitinn í börnum getur breist mikið bara á nokkrum mínútum. Ég mældi hana um 9 leitið í gærkvöldi og þá mældist hitinn 39,7 og svo mældi ég hana aftur um 23:30 og þá var hann kominn niður í 38Woundering Þetta er bara gott en við erum samt búin að ákveða að fresta afmælisveislunni um viku bara svo að hún verðu alveg örugglega orðin hress og í góðum gír til að fá fullt af fólki í heimsókn og þá verð ég líka orðin mun hressari.

En litla krúsin stein sefur ennþá enda erfið nótt að baki og ég ætla bara að leifa henni að sofa í friði. Ég ætlaði með hana upp á spítala í dag en ef að hún er orðin betri þá er ég að hugsa um að sleppa því. Mér finnst algjör óþarfi á að láta pína hana af óþörfu. En ég ætla að hringja í Ásgeir og fá að ræða við hann um þetta og sjá hvað hann vill gera.

En núna heyrist mér litla prinsessan vera að vakna svo að ég læt þetta duga í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Gott að snúllubínan sé að hressast :) vonum að svo verði áfram.

Guðrún Hauksdóttir, 21.5.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband