20.5.2008 | 17:28
Ekki svo góðar fréttir :(
Helena er orðin svo lasin og hitinn virðist bara hækka hjá henni. Í gærdag var hún með 38,7 og í nótt fór hún eitthvað yfir 40 og í dag er hún búin að vera með 39 og þá í allan dag. Hóstinn verður bara meiri og meiri og hún kúgast í hvert skipti sem að hún hóstar. Ég er að spá í að fara með hana upp á spítala í kvöld ef að hún skánar ekki. Mér finnst alltaf jafn erfitt að horfa á hana svona lasna, hún verður svo brothætt og viðkvæm. Svo er hún eins og ég þegar ég fæ hita mjög viðkvæm í húðinni og hún er þannig núna að hún tollir ekki í neinu ekki einu sinni bleyjunni. Hún er samt í náttfötum og með bleyjuna á sér núna en hún sefur núna sem er gott. Svo er það versta við þetta allt saman að hún vill ekkert borða ekki einu sinni kókópops eða nammi. Ég er búin að reyna að koma ofan í hana ávöxtum, hafragraut, brauði, kexi, rúsínum og brauði en hún vill bara ekki neitt. Ég er samt búin að koma í hana 1 glasi að vatni sem er frábært og mikið betra heldur en mjólkin.
Ef að hún verður enn svona á föstudaginn held ég ekki upp á afmælið hennar á laugardaginn. Þá verðum við bara að bíða með þetta þar til helgina á eftir. Ég gat skroppið í Bónus áðan en hann Alexander var heima hjá Helenu á meðan og keypti ég smá auka gjöf sem er þá frá strákunum. Þetta er Dóru dúkka sem er með bakpoka og myndavél voða sætt og eitthvað fyrir hana þar sem að hún er Dóri fan nember one Sú á eftir að verða glöð á laugardaginn þegar hún vaknar.
En mér heyrist sú stutta vera að vakna svo að ég læt þetta duga í dag. Vonandi kem ég með betri fréttir af henni næst þegar ég skrifa hér.
Athugasemdir
Æji elsku litla músin....þau verða svo lítil og brothætt þegar þeim líður illa. Endilega prufaðu að gefa henni Gatorade, læknar mæla með því þegar þau eru mikið veik.
Vonum bara það besta , að hún verði orðin góð fyrir Laugadaginn :)
Guðrún Hauksdóttir, 20.5.2008 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.