19.5.2008 | 09:01
Komin með háan hita
Helena rauk upp í tæplega 40 stiga hita í gær og ældi alveg rosalega. Hún er enn með háan hita en ég veit samt ekki hvað hann er af því að hún sefur ennþá sem er gott af því að svefninn er besta meðalið. Ég vona bara að hún verði orðin góð á laugardaginn svo að við getum haldið upp á afmælið hennar. Hún fékk afmælisgjöfina frá ömmu sinni og afa í gær ( sæng, kodda og sængurver ) og var það þvegið og sett á um leið og hún kom heim. En það var ekkert koddaver svo að ég verð að hringja í dag í Rúmfatalagerinn og láta vita og fá nýtt koddaver.
Ég er orðin mikið betri og ógleðin er búin að minka helling ég bara vona að hún sé alveg farin. Ég er alla vega búin að fá mér hafragraut í morgunmat ( var ekki vön að getað borðað morgunmat ) og ég held honum alveg niðri.
Ég ætla að reyna að vera dugleg að taka til og þrífa í dag og helst á meðan Helena sefur af því að ég veit að hún vill bara láta mig vera með sig í allan dag og þá geri ég ekki neitt.
Ég talaði við Rebekku í gær sem ætlar að hjálpa mér að skreyta salinn og erum við búnar að ákveða hvernig blóm við ætlum að skreyta með og hvaða blóm Baldur, strákarnir og svaramennirnir eiga að vera með. Það er bara allt að smella saman sem er bara gaman. Þetta verður alveg fullkomið brúðkaup í alla staði þó svo að mér finnist bara nóg að hafa hann Baldur minn og krakkana hjá mér þá verður þetta alveg yndislegt. Svo verðum við í sumarbústað á brúðkaupsnóttina sem verður búið að útbúa voða rómó fyrir okkur. En í dag eru bara 2 mánuðir í stóra daginn úúúú spennandi
Athugasemdir
Æji elsku litla dúllan, vona að hún verði búin að jafna sig fyrir afmælið sitt :)
Voða gott að heyra að þú sért að verða betri, farðu vel með þig stelpa.
Brúðkaupið á örugglega eftir að verða dásamlegt í alla staði, ekki slæmt að eiga svo rómó brúðkaupsnótt í sumarbústað.
''Eg er þessi týpa sem væli í brúðkaupum, þau eru svo falleg :)hehe
Guðrún Hauksdóttir, 19.5.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.