18.5.2008 | 10:48
Litla snúllan
Síminn vakti mig kl. 10 í morgun og á hinum endanum var mamma. Helena er farin að gubba og grætur bara af því að henni líður svo illa greyinu. Þau ætla að rúlla með hana heim um leið og henni er farið að líða betur. Ég er sjálf búin að vera að drepast úr ógleði síðan í gær og ég gubbaði einu sinni en mjög lítið. Ég vona að þetta sé ekki einhver ælupesta sem á eftir að leggjast á alla á heimilinu.
Þrátt fyrir ógleðina þá fórum við í heimsókn í gærkvöldi en bara í smá stund og var það bara fínt. Mér leið ekkert voðalega vel svo að við drifum okkur bara heim og ég fór að sofa. Við ætluðum að fara að hjóla í dag en ætli Baldur fari ekki bara með Alexander af því að hann er að fara að keppa svo að hann þarf að æfa sig helling og vera duglegur. Það er nefnilega svo stutt í fyrstu keppnina en hún er núna 7 júní. Hann á ekkert eftir að lenda í efstu sætum en hann er líka bara að keppa í fyrsta skipti og þá ætla ég að standa á hliðalínunni og hrópa ÁFRAM ALEXANDER. Ég er að spá í hvort að ég geti ekki reddað mér svona dúskum eins og klappstýrurnar eru með hehehe og kannski fá mér stutt pils líka ætli hann verði ekki sáttur við að sjá mömmu sína þannig Hehehehe nei ég ætla nú ekki að fara að skemma krakkann alveg með niðurlægingu það má ég ekki gera. En ég ætla að stiðja hann og hrópa það er alveg á hreinu.
Athugasemdir
hahaha
klappstýrudúskar
Guðrún Hauksdóttir, 19.5.2008 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.