17.5.2008 | 12:09
Úfff þreytt
Helena er orðin svo kvefuð eina ferðina enn með ljótan hósta með tilheyrandi klígju og leiðindum. Við tókum hana upp í rúm um kl. 3:30 í nótt af því að við vorum eitthvað svo viss um að hún ætti eftir að gubba en svo var sem betur fer ekki. En hún var oft að vakna út af því að henni var kalt eða þyrst. Ég vona bara að hún verði orðin góð á laugardaginn næsta en þá á hún afmæli og ég ætlaði að vera með smá veislu fyrir hana.
Mamma og pabbi ætla að koma í dag að sækja hana til að hvíla mig og ætla þau að vera með hana í nótt. Strákarnir fóru ð keppa í fótbolta á Flúðum og koma ekki heim fyrr en á milli 3 og 4 í dag þannig að ég ætla að reyna að vera dugleg að taka til og hvíla mig í dag. Ég finn það alveg að ég er ekki orðin alveg 100% ennþá og ég verð voða þreytt eftir smá áreynslu. Mér finnst bara verst að ég megi ekki æfa lengur alla vega í 2-3 mánuði þannig að ég verð bara að vera dugleg að fara út að labba í staðin og taka mataræðið alveg í gegn. Maður getur ekki alltaf fengið það sem manni langar í.
En núna ætla ég að fara að taka Helenu úr baði og halda svo áfram að reyna að taka aðeins til áður en amma hennar og afi koma.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.