15.5.2008 | 13:46
Loksins búin í meðferðinni
Ég slapp ekki svo vel við að fara á sterana en ég var látin taka 3 daga í sterameðferð sem að lauk núna áðan. Ég er öll fallega marin eftir allar stungurnar en nálin sem var látin á mig á þriðjudaginn datt úr í gær þannig að þau þurftu að leita að annarri æð sem er ekki svo auðvelt á mér en eftir 3 stungur tókst það loksins og náði ég að halda nálinni í mér í tvo daga sem betur fer. En læknirinn uppi á taugadeild vill endilega að ég fari á nýtt lyf sem að ég er alveg til í að prófa en það þýðir að ég fæ sprautu daglega sem að ég verð bara að sætta mig við. En fyrst verð ég að reyna að ná í rassgatið á lækninum mínum sem er ekki það auðveldasta en það mun takast á endanum ( vonandi ).
En í dag eru bara 9 dagar í 3 ára afmælið hennar Helenu og mikið hlakka ég til að gefa henni afmælisgjöfina sem að ég keypti handa henni. Tíminn er svo fljótu að líða að hann hreinlega hleypur frá manni. Mér finnst eins og það hafi bara verið í gær sem að ég var að rembast við að koma henni í heiminn. Núna þegar ég spyr hana hvað hún er gömul segir hún alltaf trigga ara ( þriggja ára ) en þá segi ég henni alltaf að hún sé ekki orðin það alveg strax en bráðum. Æji hún er svo mikið krútt. Ég held samt að Andri hlakki meira tiol en henni af því að hann er alltaf að tala um að hann ætli að hjálpa henni að opna pakkana en hann gerir sér ekki alveg grein fyrir því að Helena ætlar að gera það alveg sjálf eins og henni er lagið og hún mun örugglega ekki leifa honum að hjálpa sér hahaha.
Ég fór í Garðheima í dag og pantaði brúðarvöndinn og bað hún mig um að koma fljótlega að panta blómin í skreytingarnar líka svo að við náum að fá blómin fyrir brúðkaupið af því að það þarf að panta eitthvað smá að utan. Rosalega er maður eitthvað dýr í rekstri. En á meðan ég var úi Garðheimum keypti ég útsæði og áburð undir það og ég ætla að fara á eftir eða á morgun að láta niður kartöflur. Baldur er búinn að vera svo duglegur hér heima í garðinum að mér finnst alveg vera kominn smá tími á að ég fari að reyna að gera eitthvað smá líka en ég verð samt að passa mig ennþá að verða mér ekki að voða en ég er öll að koma til svo að ef að ég geri þetta ekki núna þá geri ég þetta um helgina. Annars eru strákarnir búnir að vera að suða og suða í okkur að fara með þá að hjóla en þeir eiga að keppa um helgina í fótbolta á Flúðum svo að ég er ekki viss um hvernig helgin munu fara fram hjá okkur. Annað hvort fer Baldur einn með þá eða við öll eða að þeir verði ekki með. Við ætlum að láta þá alveg ráða þessu.
En þá ætla ég að láta þessa stuttu ritgerð nægja í bili og ég reyni að koma með fleiri og vonandi skemmtilegri fréttir næst.
Athugasemdir
Hæ hæ. Rosalega er nú gott eð heyra að þér sé farið að líða eitthvað betur vona að svo verði áfram.
Litla skottan bara að verða þriggja ára eftir nokkra daga :)
Hafðu það sem best ::)
Guðrún Hauksdóttir, 16.5.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.