11.5.2008 | 20:43
Smá fréttir
Í gær fórum við upp á spítala þar sem að ég var skoðuð bak og fyrir en þegar við vorum búin að leggja bílnum eiginlega alveg við innganginn á slysó þar sem að ég átti að hitta lækninn tók það mig um 10 mín bara að labba inn ég var svo hægfara svona skjálfandi. En ég kom inn fyrir andrið en þá kom hjúkrunarkonan með stól handa mér og mér var rúllað restina af leiðinni. Ég verð að fara að taka mig á í sambandi við þessa þrjósku mína. En eins og ég sagði á var ég skoðuð vel og í ljós kom að ég er með mikla sýkingu sem að verður að laga áður en ég fer á stera. Ég er sem sagt komin á sýklalyf og svo á ég að mæta aftur á þriðjudaginn og ef að ég verð ekkert búin að skána fer ég á stera. Mér finnst ég samt aðeins vera farin að lagast þannig að ég er nokkuð vongóð um að eg þurfi ekkert að fara á þá ég ætla alla vega að vona það.
Helena og Andri komu heim í dag eftir að hafa gist hjá ömmu þeirra og afa í góðu yfirlæti. Pabbi minn og afi þeirra átti afmæli í gær og á leiðinni heim af spítalanum komum ið við í kaffi en stoppuðum bara í 30 mín. og drifum okkur svo heim. Viðsofnuðum það snemma að ég var vöknuð kl. 7 í morgun og Baldur kl. 8 og við sem ætluðum okkur aldeilis að sofa út. Ætli ég fari ekki bara að sofa aftur snemma í kvöld.
En þetta átti bara að vera smá update svo að ég ætla að hætta hér og ég reyni að koma með betri fréttir á morgun eða hinn.
Athugasemdir
Hæhæ, vona að guð gefi að þú farir að lagast hjá þér stelpa :) þetta er ekki gott að heyra,vonum að sýklalyfin geri eitthvað fyrir þig. Þú verður að passa að vera ekki of mikill þrjóskupúki. hehe
Til lukku með pabba þinn
Guðrún Hauksdóttir, 12.5.2008 kl. 13:22
Bara að athuga með ykkur :) Vona að þér líði eitthvað betur Hulda mín og að Helena sé hress.
Knúsiknús
Guðrún Hauksdóttir, 14.5.2008 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.