9.5.2008 | 19:17
Ekki gott
Í dag versnaði ég enn meira og byrjaði að skjálfa eins og ég veit ekki hvað. Það mætti halda að ég væri með þeytivindu undir mér. En ég heyrði frá doxanum mínum og vildi hún að ég færi núna upp á spítala en ég fékk hana til að samþiggja það að ég færi bara á morgun en ég á að fara í rannsókn og svo fæ ég líklegast stera en ég fékk leyfi til að fara heim á eftir og mæta svo bara aftur daginn eftir. Ég nefnilega hata spítala og vil engan vegin leggjast inn. En Andi og Helena fóru til ömmu og afa áðan og verða þar alla helgina sem betur fer af því að hvíldin gerir mér ekkert nema gott.
En þessi færsla verður ekki lengri því að skjálftinn er orðinn of mikill.
Athugasemdir
Æ elsku kellan mín mikið er nú leiðinlegt að heyra hversu slæm þú ert
Vona svo innilega að þú náir að hvíla þetta úr þér sem allra fyrst svo þú þurfir ekki á spítala , skil þig sko mæta vel að vilja ekki vera þar, ég er sko með þvílíka fóbíu gagnvart sjúkrahúsum.
Láttu þér batna og líða eins vel og hægt er við þessar aðstæður.
Knúsiknús:)
Guðrún Hauksdóttir, 9.5.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.