8.5.2008 | 19:33
Það er vont og það versnar :O(
Ég á kannski ekki að vera að láta vorkenna mér en ég er ekki kát í dag. Ég bara versna og versna og núna titra ég eins og ég veit ekki hvað. Ég hef aldrei lent í því að titra svona þannig að það er augljóst að ég er ekki búin að kynnast ms sjúkdómnum alveg. En það jákvæða við þetta er að ég jafna mig alveg örugglega fljótlega. Helenu finnst alveg rosalega gaman að halda í hækjuna þegar ég er að reyna að labba eitthvert hehehe og svo er hún alltaf að spyrja mig hvar meiddið er æji hún er svo mikil krús. Strákarnir eru voða duglegir að hjálpa mér og þá sérstaklega hann Alexander enda er hann að reyna að vinna sér inn einhvern tölvuleik. Núna eru strákarnir farnir að hjóla mér pabba sínum en vonandi verða þeir ekki of lengi af því að það er próf hjá Andra á morgun þannig að hann má ekki fara of seint að sofa.
Helena fór að horfa á Latabæ og náði held ég að horfa á kynninguna en svo datt hún út enda búin að vera meira og minna úti í allan dag í góða veðrinu. Það er svo skrítið að eins og veðrið getur verið vont hér á Kjalarnesinu þá getur það verið alveg æðislegt inn á milli og þá sérstaklega yfir sumartaman.
Við ætluðum norður um helgina en af því að ég er svo slæm núna þá verðum við að sleppa því og vera bara heima. Foreldar mínir ætla að taka stelpuna um helgina til að hvíla mig sem verður mjög gott og ætla ég að reyna eins og ég get að slappa vel af.
Ég fór að versla afmælisgjöfina handa Helenu í dag og ég verslaði Dóru kvartbuxur, Dóru bol, Dóru derhúfu og svo Dóru tölvuleik. Já hún er alveg sjúk í allt sem snertir hana Dóru og hann Klossa vin hennar.
En jæja ég læt þetta vera nóg í dag og ég er farin að slappa af uppi í sófa og undir sæng með bókina mína góðu (Ísfólkið ).
Athugasemdir
Æi, vonandi nærðu að hvílast vel og jafna þig um helgina
Kveðja,
Bryndís, 8.5.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.